Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 19. janúar 2010 kl. 18:00 - 19:50 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 19.

janúar 2010 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Guðbjörg

Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

Byggingarleyfi

1. Tjarnargata 1b og Hábær 1, Vogum. Reyndarteikningar, breyttir aðaluppdrættir

GLÁMU-KÍM arkitekta, breytingardagssetning 09.01.2010, breyting frá

samþykktum aðaluppdráttum frá 21. apríl 2009.

Um er að ræða reyndarteikningar að loknum byggingarframkvæmdum. Breytt er m.a.

skipulagi lóðar, gluggum íbúðarhúss, gluggum og hurðum geymsluskúrs ásamt öðru

smálegu.

Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

Framkvæmdaleyfi

2. Stofnfiskur hf. sækir um framkvæmdaleyfi til borunar eftir sjóvatni í landi

eldisstöðvar sinnar við Vogavík, skv. bréfi dags. 07.01.2010 og afstöðumynd.

Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

 

Ýmis mál frá bæjarráði til upplýsingar fyrir nefndina

3. Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni. Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009.

Álitið lagt fram til upplýsingar.

4. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga, ásamt viðauka um

embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykktin lögð fram til upplýsingar.

Nefndin fagnar tímabærum breytingum á samþykktinni.

 

2

 

Skipulagsmál

5. Deiliskipulag, Hábær og Stóru-Vogaskóli, Kálfatjörn og Þórustaðir.

Fyrirhuguð vinna við breytingu á deiliskipulagi við Akurgerði, Stóru-Vogaskóla og

Vogatjörn rædd. Nefndin felur byggingarfulltrúa að kanna hug landeiganda um

landnotkun og í framhaldi fela skipulagsráðgjöfum að hefja vinnu við

deiliskipulagið.

Fyrirhuguð vinna við deiliskipulag á landi í og við Kálfatjörn og Þórustaði.

Nefndin leggur til að byggingarfulltrúi kanni hvaða hugmyndir hagsmunaaðilar hafa

um framtíðarnotkun svæðisins.

 

Umhverfismál

6. Fráveituframkvæmdir.

Meirhluti nefndarinnar fagnar því að undirbúningur að fráveituframkvæmdum sé við

það að hefjast.

Nefndin ræðir hönnunarforsendur fráveitunnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:50

Getum við bætt efni síðunnar?