Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

19. fundur 09. mars 2010 kl. 18:00 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 9.

mars 2010 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Guðbjörg

Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Deiliskipulag við Stóru-Vogaskóla og Hábæ.

Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi við Akurgerði, Stóru-Vogaskóla og Vogatjörn

rædd og hugmyndum varpað fram.

2. Deiliskipulagstillaga, Spildu á Dal, lóðar úr landi Stóra-Knarrarness II,

Vatnsleysuströnd, landnr. 211259. Umfjöllun tillögunnar og athugasemda sem

bárust eftir auglýsingu að liðnum athugasemdafresti.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti 26. nóvember 2009 að auglýsa tillöguna.

Tillagan, sem er sett fram á uppdrætti dags. í nóvember 2009 var auglýst skv. 25. gr.

skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. frá 7. desember 2009 til 4. janúar 2010.

Frestur til að skila athugasemdum var til 25. janúar 2010.

Athugasemdir bárust frá eigendum Stóra-Knarrness I skv. bréfi Jasonar

Guðmundssonar, hdl hjá Case lögmönnum dags. 24. janúar 2010.

1. Gerð er athugasemd við nafn það sem notað er í auglýsingunni varðandi landið

sem landspildan er tekin úr. Gerð er krafa um að réttar og opinberar

nafnaskráningar verði notaðar.

Svar umhverfis- og skipulagsnefndar: Lóðin er til í Landskrá fasteigna og skv.

þinglýstu stofnskjali, sem Land úr landi Stóra-Knarrarness II, landnr. 211259,

tekið úr landi Stóra-Knarrarness II, landnr 130883. Það skal koma fram á

uppdrætti, að lóðin sé úr landi Stóra-Knarrarness II og tilgreina landnúmer

lóðarinnar.

2. Gerð er athugasemd við landamerkjalínu þá sem notuð er í tillögunni, á milli

bæjanna Stóra–Knarrarnes I og II. Hin auglýsta lína liggur vestar en hin réttu

þinglýstu landamerki. Gerð er krafa um að rétt landamerkjalína verði notuð.

Svar umhverfis- og skipulagsnefndar: Athuganir skipulags- og

byggingarfulltrúa út frá uppgefnum hnitum beggja aðila um landamerkjalínuna

sýna skörun landsins. Landeigendum er bent á að koma sér saman um legu

landamerkjanna svo óyggjandi sé hvar þau liggja, t.d. með áritun sinni um línuna á

uppdrætti.

 

2

 

3. Gerð er athugasemd við að vegur sá sem auglýstur er sem aðkoma að hinu nýja

húsi “um gamla kirkjuveg” skv. auglýsingunni er inn á jörð Stóra-Knarrarness I,

sbr. landamerkjalínu þá sem rétt er skv. athugasemd nr. 2, án leyfis landeiganda.

Ennfremur að ekki sé leyfi Vegagerðarinnar fyrir tengingu við Vatnsleysu-

strandarveg. Gerð er krafa um að vegurinn verði fjarlægður af landinu.

Svar umhverfis- og skipulagsnefndar: Skipulags og byggingarnefnd samþykkti

á 3. fundi sínum þann 8.apríl 2005 eftirfarandi:

„Elías Kristjánsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi 11 m langt og 3 m breitt á

gamla kirkjugrunninum í landi Stóra Knarrarness Austurbæjar. Og breytingu á

gamla veginum að kirkjugrunninum þannig að hann lendi í landi Austurbæjar.

Stöðuleyfi og færsla vegar samþykkt.“

Af framangreindu má ljóst vera að vegurinn skal vera í landi Stóra Knarrarness II

(Austurbæjar).

Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar fyrir nýrri tengingu sbr. tölvupóst frá 7.

október 2009. Ákvæði 29. gr. vegalaga nr. 80/2007 um heimild Vegagerðarinnar

liggur því fyrir.

Ennfremur skal tenging við Vatnsleysustrandarveg uppfylla kröfur

Vegagerðarinnar um gerð gatnamóta og gerð í samráði við hana, m.a. um

hæðarlegu, afvötnun og að tengingin myndi ekki krappara horn en 80 gráður við

Vatnsleysustrandarveg.

4. Gerð er krafa um að deiliskipulagstillögunni verði breytt til samræmis við

ofangreindar athugasemdir. Jafnframt að tillagan verði auglýst að nýju þar sem um

grundvallarbreytingu yrði að ræða.

Svar umhverfis- og skipulagsnefndar: Engar breytingar eru gerðar á yfirbragði

byggðar og breytingin varðar ekki marga, engar viðbætur eru við skilmála og

engar stórfelldar leiðréttingar gerðar. Það er því mat nefndarinnar að breytingar

sem gerðar verða á deiliskipulagstillögunni séu þess eðlis að þær teljist ekki vera

breyting í grundvallaratriðum og því þurfi ekki að auglýsa tillöguna að nýju.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. uppdrætti dags. í

nóvember 2009 með þeim breytingum sem koma fram í svörum nefndarinnar við

athugasemdum við deiliskipulagstillöguna. Auk þeirra breytinga skal taka út af

uppdrætti hjólhýsi sem sýnt er þar sem það á ekki heima í skipulagi. Jafnframt að taka

út úr skilmálum þar sem talað er um kirkjuveg og kirkjugrunn þar sem nefndin þekkir

engar heimildir um kirkju eða kirkjuveg á þessum stað. Málsmeðferð verði í samræmi

við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.sbr. þegar gögn hafa

verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.

Deiliskipulagstillögunni með breytingum og umfjöllun um athugasemdir vísar nefndin

til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

3

 

Byggingarleyfi

3. Stofnfiskur hf. sækir um byggingarleyfi fyrir eldiskerjum og eldishúsum í landi

eldisstöðvar sinnar við Vogavík, matshlutar 42 og 43, skv. umsókn dags. 8. mars

2010 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags 5. mars 2010.

Samþykkt, samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.

 

Stöðuleyfi

4. Hörgull ehf. óskar eftir endurnýjun stöðuleyfis til 12 mánaða fyrir Pizzakofa við

íþróttamiðstöð skv. umsókn dags. 10. febrúar 2010.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. mars 2011, samræmist skipulags- og

byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40

Getum við bætt efni síðunnar?