Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

25. fundur 21. september 2010 kl. 18:30 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 21.

september 2010 kl. 18:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Halldór Arnar Halldórsson, Bergur Guðbjörnsson, Þorvaldur

Örn Árnason og Arna Þorsteinsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í

því að byggingareitir á lóðum 1, 3 og 5 við Heiðarholt eru stækkaðir til

norðvesturs um 8,5 m. Jafnframt er lóð fyrir spennistöð við Hraunholt sett inn og

lóðarstærð Hraunholts 1 leiðrétt til samræmis við lóðarblað.

Tillögunni var vísað í grenndarkynningu á 24. fundi nefndarinnar þann 7. september

sl. Með áritun á uppdrátt liggur fyrir samþykki eiganda fasteignar á lóð nr. 1 við

Hraunholt fyrir breytingunni þar sem jafnframt er fallið frá fjögurra vikna

athugasemdafresti.

Nefndin ákveður því að stytta tímabil grenndarkynningar í samræmi við 7. mgr. 43.

gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br. og samþykkir tillöguna og vísar

henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halldór Arnar mætir á fundinn kl. 18.40.

 

Byggingarmál

2. Breiðagerði 1, Karl S. Óskarsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við

frístundahús, skv. umsókn dags 09.09.2010 og aðaluppdráttum Verkfræðistofu

Suðurnesja dags. 18.08.2010.

Í grein 2.3.3 í greinargerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga segir um

frístundasvæðið í Breiðagerðisvík: „Skilyrði fyrir frekari uppbyggingu

frístundasvæðisins er að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið og að það öðlist gildi

áður en heimild er veitt til frekari uppbyggingar.“

Nefndin hafnar því umsókninni um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við

frístundahús samkvæmt meðfylgjandi teikningum, þar sem um stækkun er að ræða

við núverandi hús.

 

2

 

3. Tjarnargata 26, Jörundur Guðmundsson er með fyrirspurn um hvort leyfi fáist til

að byggja efri hæð á húsið þar sem yrði íbúð ásamt því að setja upp veitinga- og

kaffihús á neðri hæð skv. bréfi dags. 16.09.2010 og fyrirspurnarteikningu

Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 16.09.2010.

Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina, enda uppfylli byggingin ákvæði laga og

reglugerða. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er húsið skilgreint á verslunar- og

þjónustusvæði og þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðum á verslunar- og

þjónustusvæðum, sérstaklega á efri hæðum húsa.

Nefndin vekur athygli á að útgáfa byggingarleyfis er háð grenndarkynningu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?