Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

26. fundur 19. október 2010 kl. 18:30 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 19.

október 2010 kl. 18:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Halldór Arnar Halldórsson, Bergur Guðbjörnsson, Þorvaldur

Örn Árnason og Guðbjörg Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Kálfatjörn, tillaga að deiliskipulagi skv. uppdrætti Eyjólfs Bragasonar arkitekts

dags. 25.09.2010 lögð fram til kynningar.

Lagt er til að tillagan verði kynnt hlutaðeigandi aðilum í samræmi við

skipulagsreglugerð nr. 400/1998 gr. 3.2.

 

2. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. september, 2010. Ný reglugerð um skipulag.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 

Byggingarmál

3. Heiðarholt 1, bygging gagnavers skv. uppdráttum Verkfræðistofu Erlends

Birgissonar.

Uppdrættirnir lagðir fram til kynningar.

 

4. Minni-Vatnsleysa, umsókn um byggingarleyfi fyrir gerð loftræsingar og lífrænna

sía við svínahús skv. umsókn dags. 22.09.2010 og uppdráttum Strendings ehf. dags.

20.09.2010.

Sigurður víkur af fundi meðan málið var afgreitt, vegna þess að hann gerði

athugasemdir við starfsleyfisumsókn sl. sumar.

Fara skal fram grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður

en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd.

Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Stóru – Vatnsleysu, Vatnsleysu og

Vatnsleysu 2.

 

2

 

Umhverfismál

5. Tölvubréf Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur dags. 21.09.2010 þar sem kynnt er

verkefnið Incredible-edible um sjálfbærni bæjarfélaga.

Bréfið lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar Mörtu fyrir athyglisverðar tillögur og

mun hafa þær til hliðsjónar þegar verkefni vinnuskólans næsta sumar verða tekin

fyrir.

6. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga,

fundarboð.

Fundarboðið lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?