Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

28. fundur 15. febrúar 2011 kl. 18:30 - 21:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 15.

febrúar 2011 kl. 18:30 að Iðndal 2.

Mætt eru: Hörður Harðarson, Bergur Guðbjörnsson, Þorvaldur Örn Árnason og Guðbjörg

Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu. Arna Þorsteinsdóttir boðaði forföll.

 

Umhverfismál

1. Umhverfisverkefni sumarsins.

Vignir Friðbjörnsson kom á fundinn kl. 18.30 og ræddi við nefndarmenn um skipulag

sumarstarfsins og verkefni sumarsins.

Stefnt að því að Vignir mæti á fund nefndarinnar í apríl.

Vignir vék af fundi kl. 19.48.

 

2. Bréf Virgils Schevings Einarssonar dags. 17. janúar, 2011 ásamt undirskriftalista.

Vegslóði milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða.

Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um lokun vegslóða milli

Naustakots og Neðri-Brunnastaða. Vegur þessi er sýndur á aðalskipulagi.

Umsögn til bæjarráðs:

Lokun vegarins er óheimil þar sem má eigi loka slíkum vegi nema með samþykki

sveitarstjórnar.

Nefndin bendir á að í 55 grein vegalaga nr. 80/2007 með síðari breytingum segir:

,,Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins

vegflokks samkvæmt lögum þessum og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir

þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra

umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi.“

Aldrei var sótt um heimild til sveitarfélagsins til að loka veginum.

Samþykki allra landeigenda þarf til að mögulegt sé að heimila að veginum verði lokað.

Nefndin bendir jafnframt á að landeiganda er heimilt er að setja ólæst hlið á veginn.

 

Byggingarmál

3. Fundargerð 7. afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til

kynningar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2

 

4. Suðurgata 8, Bergur Viðar Guðbjörnsson og Heiða B. Elísdóttir sækja um

byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús skv. umsókn dags. 09.02.2011 og

uppdráttum Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 10.01.2011.

Fyrir liggur samþykki nágranna.

Samþykkt, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010.

Bergur Viðar Guðbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

5. Kálfatjörn, Golfklúbbur Vatnsleysustrandar sækir um stöðuleyfi fyrir 40 m² húsi

austan við golfskálann ásamt tengingu við hann skv. umsókn dags. 28.12.2010

ásamt afstöðumynd.

Samþykkt að veita stöðuleyfi í eitt ár eða til 15.02.2012.

 

6. Hvassahraun 5, Jón G. Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð

skv. umsókn dags. 05.01.2011 ásamt afstöðumynd.

Samþykkt að veita stöðuleyfi í eitt ár eða til 15.02.2012.

 

Fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?