Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 15. mars 2011 kl. 17:30 - 21:15 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 15.

mars 2011 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mætt eru: Hörður Harðarson, Bergur Viðar Guðbjörnsson, Þorvaldur Örn Árnason, Arna

Þorsteinsdóttir og Guðbjörg Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða með að bæta við einu máli á dagskrá sem er bréf Svavars

Þorsteinssonar dags. 15. mars 2011, umsókn um byggingarleyfi/stöðuleyfi að Breiðagerði 8,

samþykkt að taka það upp sem 9. mál.

 

1. Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar.

Erindisbréfið lagt fram og rætt um ný skipulagslög og mannvirkjalög.

 

Skipulagsmál

2. Kálfatjörn, tillaga að deiliskipulagi skv. uppdrætti Eyjólfs Bragasonar arkitekts

dags. 25.09.2010 og br. 14.03.2011.

Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 400/1998 gr. 3.2.

Var hún send aðilum með kynningarbréfi og í tölvupósti. Umsögn og ábendingar

hafa komið frá nokkrum aðilum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur þörf á meiri tíma til að fara yfir tillöguna og

umsagnir um hana og frestar því afgreiðslu málsins.

 

3. Deiliskipulagstillaga, Vogatjörn, Hábæjartún og skólalóð skv. uppdrætti

Landslags dags. 11.03.2011.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur þörf á meiri tíma til að fara yfir tillöguna og

frestar því afgreiðslu málsins.

 

Byggingarmál

4. Tjarnargata 26, Jörundur Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu

húsnæðis í matsölu- og kaffihús skv. umsókn dags. 14.02.2011 og uppdráttum Óla

H. Þórðarsonar arkitekts dags. 10.03.2011.

 

2

 

Umsóknin samræmist landnotkun aðalskipulags. Áður en umsókn um

byggingarleyfi er afgreidd skal í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

fara fram grenndarkynning þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu og það

er þegar byggt.

Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Heiðargerðis 5, 11, 12, 13 og 14,

Tjarnargötu 13 og 24.

 

5. Hörgull ehf. óskar eftir stöðuleyfi til eins árs frá og með 1. mars 2011 fyrir

Pizzakofa við íþróttamiðstöð skv. umsókn dags. 21. febrúar 2011.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. mars 2012.

6. Brekkugata 7, Þór Jakob Einarsson leggur fram fyrirspurn um stækkun húss og

stækkun lóðar skv. umsókn dags. 09.03.2011 og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ

ehf. dags. 09.03.2011.

Tekið er jákvætt í fyrirspurn um stækkun lóðar og húss, enda uppfylli byggingin

ákvæði laga og reglugerða. Ákvörðun um stækkun lóðar er vísað til bæjarstjórnar.

Vakin er athygli á að útgáfa byggingarleyfis er háð grenndarkynningu þar sem ekki

liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu .

7. Hvammsdalur 5, Júlíus H. Pétursson leggur fram fyrirspurn um stækkun húss

skv. umsókn dags. 08.03.2011 og ódagsettum uppdráttum

Tekið er jákvætt í fyrirspurnina, enda uppfylli byggingin ákvæði laga og

reglugerða. Stækkunin samræmis gildandi deiliskipulagi svæðisins.

 

8. Gámar og smáhýsi á lóðum án leyfis, staða mála og viðbrögð.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að taka saman yfirlit yfir gáma og smáhýsi

sem eru án leyfis og skrifa viðkomandi lóðarhöfum bréf þar sem vakin er athygli á

þeim lögum og reglum sem gilda og að sækja þurfi um leyfi fyrir mannvirkjunum

eða fjarlægja eftir atvikum.

 

9. Breiðagerði 8, Svavar Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús

skv. bréfi dags 15.03.2011 og aðaluppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts

dags. 29.04.1997. Til vara er sótt um stöðuleyfi fyrir húsinu á meðan deiliskipulag

svæðisins.

Í grein 2.3.3 í greinargerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga segir um

frístundasvæðið í Breiðagerðisvík: „Skilyrði fyrir frekari uppbyggingu

frístundasvæðisins er að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið og að það öðlist

gildi áður en heimild er veitt til frekari uppbyggingar.“

Hafnað er umsókn um byggingarleyfi að nýju húsi samkvæmt meðfylgjandi

teikningum, þar sem nýbyggingin er stærri en byggingin sem víkur.

Hinsvegar er samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir húsinu til eins árs eða til

15.03.2012.

 

3

 

Sigurður H. Valtýsson víkur af fundi við afgreiðslu 10. máls.

 

10. Minni-Vatnsleysa, umsókn um byggingarleyfi fyrir gerð loftræstingar og lífrænna

sía við svínahús skv. umsókn dags. 22.09.2010 og uppdráttum Strendings ehf. dags.

20.09.2010.

Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 26. fundi nefndarinnar 19.10.2010 og

var afgreiðslu umsóknarinnar frestað á 27. fundi nefndarinnar 16.11.2010 þar sem

starfsleyfi lá ekki fyrir.

Athugasemdir við umsóknina hafa borist frá íbúum og eigendum Stóru –

Vatnsleysu, Vatnsleysu og Vatnsleysu 2.

Í nýsamþykktu starfsleyfi fyrir svínabú Síld og fisks ehf. Minni-Vatnsleysu útgefnu

af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja kemur skýrt fram í 8. grein að rekstraraðila beri

að gera allt sem í hans valdi stendur til að draga úr ónæði af völdum lyktar og ryks

frá starfseminni. Í starfsleyfinu er krafist tímasettrar framkvæmdaáætlunar á

uppsetningu á lofthreinsibúnaði, biofilter (jarðsíubúnaði) frá öllum húsum

svínabúsins, þar með talið húsnæði með skiljubúnaði og geymslu fyrir þurrefni úr

svínamykju. Sú áætlun liggur nú fyrir, dags. 18. febr. 2011 .

Með uppsetningu á þeim búnaði telur nefndin að komið sé til móts við helstu

athugasemdir umsagnaraðila og treystir á að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja muni

framfylgja framkvæmdaáætlun starfsleyfishafa.

Því samþykkir Umhverfis- og skipulagsnefnd umsóknina um byggingarleyfið.

 

Fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?