Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

31. fundur 17. maí 2011 kl. 17:30 - 19:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 17.

maí 2011 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mætt eru: Hörður Harðarson, Bergur Viðar Guðbjörnsson, Þorvaldur Örn Árnason, Arna

Þorsteinsdóttir og Guðbjörg Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

 

Umhverfismál

1. Umhverfisverkefni sumarsins

Vignir Friðbjörnsson kom á fundinn kl. 17:30 og kynnti verkefni og skipulag

sumarstarfsins. Hann skýrði frá helstu verkefnum vinnuskólans svo sem að tyrfa

nokkra bletti og gerð göngustígs við Kirkjuholt og tengingu við suðurenda

Akurgerðis. Gróðursett verða nokkur ávaxtatré í Aragerði. Nefndin leggur til að

garðyrkjufræðingur verði fenginn til að leggja á ráðin um staðsetningu þeirra.

Umhverfisvika verður 20. – 30 maí. Vignir vék af fundi kl. 17:55.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til eigenda og forráðamanna lóða og

mannvirkja að halda þeim snyrtilegum. Einnig að bílhræ og óskráðar bifreiðar verði

fjarlægðar af þeim stöðum þar sem þær eiga ekki að vera.

 

Skipulagsmál

2. Lýsing fyrir deiliskipulag íþróttasvæðis við Hafnargötu og Aragerði og kynning að

drögum tillögu að deiliskipulagi svæðisins.

Þráinn Hauksson hjá Landslagi ehf. kom á fundinn kl. 17:55 og kynnti tillögudrögin.

Þráinn yfirgaf fundinn 18:55.

Tekið er vel í tillögudrögin og þeim vísað til frekari vinnslu.

Lýsing fyrir deiliskipulagið samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.

 

Byggingarmál

3. Breiðagerði 8, Svavar Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús

skv. umsókn og bréfi dags 31.08.2010 og aðaluppdráttum teiknistofunnar Kvarða

dags. 19.08.2010.

Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 30. fundi nefndarinnar 29.03.2011.

 

2

 

Athugasemdir við umsóknina hafa borist frá eigendum Breiðagerðis 9. Eftirfarandi

athugasemdir eru gerðar við afstöðumynd á aðaluppdrætti:

Athugasemd 1.

Athugasemdin snýr að merkingu á vegi sem á að vera akstursleið að lóð okkar Breiðagerði 9,

sem og lóðum Svavars númer 8 og 10, og á að enda við lóð númer 11.  Á meðfylgjandi

afstöðumynd virðist sem þessi vegur endi við lóð númer 8. Förum við fram á að þetta verði

lagfært og ný afstöðumynd gerð þar sem umræddur vegur er merktur inn á.

Athugasemd 2.

Á afstöðumynd eru teiknaðar á lóð nr. 8, þrjár byggingar, a) skúr norðan við fyrirhugað

frístundarhús, b) frísundarhúsið sem sótt er um byggingarleyfi fyrir og c) skúr sunnan megin

í lóðinni (nálægt vegi). Athugasemdin snýr að lið c) þ.e. skúr nálægt vegi sem virðist vera

teiknaður stærri en hann er. Einnig er hann teiknaður með risþaki, en er í raun með

einhallandi þaki. Óskum eftir að raunteikning verði gerð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með eftirfarandi breytingum:

Að tekið verði tillit til athugasemdanna. Þ.e. að afstöðumynd verði leiðrétt til

samræmis við lóðaruppdrætti svæðisins og að skúr skv. lið c komi ekki fram á

afstöðumynd þar sem um er að ræða vinnuskúr sem hefur ekki varanlegt leyfi.

 

4. Umsókn um lóð undir byggingu tilraunahúss, umsögn til bæjarráðs.

Umhverfis- og skipulagsnefnd sér enga hentuga lóð fyrir byggingu tilraunahússins.

 

Fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?