Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

33. fundur 09. ágúst 2011 kl. 17:30 - 21:15 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 9.

ágúst 2011 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Arna Þorsteinsdóttir, Bergur Viðar Guðbjörnsson, Þorvaldur Örn Árnason og

Guðbjörg Theódórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarstjóri sem stýrir fundinum í forföllum formanns.

Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Kálfatjörn, tillaga að deiliskipulagi skv. uppdrætti Eyjólfs Bragasonar arkitekts

dags. 25.09.2010 og br. 14.03.2011.

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.

123/2010. Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallar um þær athugasemdir sem bárust að

liðnum athugasemdafresti og skilar tillögu um afgreiðslu þeirra og skipulagsins til

bæjarstjórnar í sérstakri greinargerð dags. 09.08.2011.

Niðurstaða umhverfis- og skipulagsnefndar:

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðar verði eftirfarandi

breytingar og lagfæringar:

1. Lagfærð verði skipulagsmörk á uppdrætti, þannig að skipulagsmörk við Hlið

verði færð til norðvesturs að endamörkum Harðangursbletts og línur sem sýna

slóða norðan við sumarhúsið verði fjarlægðar.

2. Í greinargerð á uppdrætti verði gerð grein fyrir hvernig frárennsli og neysluvatni

er háttað og hvaðan brunavörnum er sinnt.

3. Í sérskilmálum svæðis B verði hámarkshæð áhaldahúss lækkuð í 6,5m og gerð

verði grein fyrir hámarkshæð skýlis fyrir jarðvegsefni 3,0m.

4. Í sérskilmálum svæða B, C og E verði nýtingarhlutfall minnkað í 0,2.

5. Í almennum skilmálum fyrir svæðið í heild verði ákvæði líkt því sem nú er í

sérákvæðum um svæði B um að mikilvægt sé að byggingar á svæðinu í heild,

utan Kálfatjarnarkirkju og þjónustuhúss, verði látlausar í landslagi og að allur

frágangur taki mið af því, og ákvæðið jafnframt fellt út úr sérskilmálum fyrir

svæði B.

6. Í almennum skilmálum verði bætt við svohljóðandi ákvæði: „Allt svæðið er

hraunsvæði sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um

náttúruvernd og því er mikilvægt að öllu raski á hrauni beggja vegna

Vatnsleysustrandarvegar verði haldið í lágmarki og að heildstæðar

hraunmyndanir fái að halda sér. (Þessi viðbót kemur á eftir texta ,, ....... skal

jarðrask, vegir og stígar vera í lágmarki.“)

Að öðru leyti er lagt til að deiliskipulag Kálfatjarnar verði samþykkt óbreytt frá

auglýstri tillögu.

 

2

 

Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gögn

hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.

Þorvaldur Örn Árnason bókar.

Ég álít að staða Golfklúbbs Vatnsleysustrandar sé óeðlilega sterk í þessu deiliskipulagi

í krafti leigusamnings við sveitarfélagið til 30 ára. Ég tel þó breytingar nefndarinnar

sem lagðar eru til hér á undan séu allar til bóta.

 

2. Vogatjörn, Hábæjartún og skólalóð , breytt deiliskipulag skv. uppdrætti Landslags

dags. 14.04.2011.

Deiliskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.

123/2010. Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallar um þær athugasemdir sem bárust að

liðnum athugasemdafresti og skilar tillögu um afgreiðslu þeirra og skipulagsins til

bæjarstjórnar í sérstakri greinargerð dags. 09.08.2011.

Niðurstaða umhverfis- og skipulagsnefndar:

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðar verði eftirfarandi

breytingar og lagfæringar:

1. Lagfæringar verði gerðar á skilmálum skipulagsins, í kafla 1.5 greinagerðar

að íbúðafjöldi innan deiliskipulagsins er 35 að viðbættum þeim 4 íbúðum sem

bætast við breytinguna og að tilgreint verði nýtingarhlutfall 0,4 fyrir húsgerð

B og 0,6 fyrir húsgerð C í köflum 3.2 og 3.3.

Að öðru leyti er lagt til að breytt deiliskipulag á reitnum Akurgerði, Stóru-

Vogaskóli, Vogatjörn verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu.

Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar

gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:15.

Getum við bætt efni síðunnar?