Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

35. fundur 15. nóvember 2011 kl. 17:30 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 15.

nóvember 2011 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Agnes Stefánsdóttir,

Þorvaldur Örn Árnason og Guðbjörg Theódórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H.

Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerði. Frumdrög tillögu að deiliskipulagi skv.

uppdrætti Landslags dags. 10.11.2011 ásamt minnisblaði um verk og tímaáætlun

fyrir íþróttasvæðið.

Frumdrögin kynnt og tillögunni vísað til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr.

Skipulagslaga nr.123/2010. Stefnt er á að endanleg tillaga liggi fyrir til afgreiðslu á

næsta fundi nefndarinnar. Minnisblaðið lagt fram til upplýsingar.

 

2. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur. Lýsing fyrir deiliskipulag svæðisins.

Lýsing fyrir deiliskipulagið hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.

123/2010. Athugasemdir og ábendingar komu fram frá Skipulagsstofnun,

Vegagerðinni, Orkustofnun og Fornleifavernd ríkisins. Áfram verður unnið með

lýsinguna m.a. m.t.t. gerðra athugasemda og ábendinga. Nefndin minnir á að

nauðsynlegt er að fornleifaskráningu sé lokið fyrir gerð deiliskipulags.

 

3. Deiliskipulag Iðavalla Vatnsleysuströnd. Erindi um breytingu á deiliskipulagi skv.

bréfi Péturs Hlöðverssonar dags. 24.10.2011 og tillaga að breyttu deiliskipulagi

skv. uppdrætti Péturs H. Jónssonar dags. október 2011.

Breytingin felst í því að: Lóðin stækkar úr 3.300 m² í 4.800 m², byggingareitur

vinnustofu færist suður fyrir íbúðarhúsið og rétt staðsetning vatnsbóls hefur verið

færð inn á breyttan deiliskipulagsuppdrátt.

Tekið er jákvætt breytingu á deiliskipulaginu skv. bréfinu og tillöguuppdrættinum.

Það er mat nefndarinnar að um óverulega breytingu sé að ræða og vísar því tillögunni

til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum aðliggjandi jarða og lóða, Stóra-

Knarranes II, Breiðagerðis 22, 23 og 24. Tillögunni er vísað til afgreiðslu

bæjarstjórnar.

 

2

 

4. Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2011-2030. Lýsing verkefnisins

og matslýsing skv. greinargerð dags. 01.07.2011 og bréfi skipulagsfulltrúa

Keflavíkurflugvallar dags. 11.10.2011.

Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna.

 

Byggingarmál

5. Brekkugata 7 og 7a, Þór Jakob Einarsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu

og stækkun húss skv. umsókn dags 08.09.2011 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu

SÁ ehf. dags. 24.08.2011.

Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.

123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina.

Umsókninni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Málsmeðferð byggingarleyfis verði

í samræmi við III. kafla laga um mannvirki nr. 160/2010.

 

Framkvæmdaleyfi

6. Bréf Jakobs Árnasonar dags. 19.09.2011, ósk um framkvæmdaleyfi til borunar

holu og lagningar hitaveitu að Auðnum á Vatnsleysuströnd og byggingarleyfi fyrir

húsi við borholu.

Lagt fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa til Jakobs Árnasonar vegna

umsóknarinnar dags. 21.09.2011. Í bréfinu er gerð grein fyrir þeim gögnum sem

þurfa að berast til sveitarfélagsins til að unnt sé að taka umsóknina til umfjöllunar.

Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins vegna

framkvæmdarinnar dags. 14.09.2011. Í bréfinu kemur m.a. fram að

Skipulagsstofnun telji ljóst að enginn hluti framkvæmdarinnar falli undir ákvæði

laga um mat á umhverfisáhrifum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd áréttar að allar framkvæmdir og byggingar skuli vera

í samræmi við ákvæði skipulags og vera skv. leyfum. Því er mótmælt að

framkvæmdir skuli hafnar án þess að leyfi liggi fyrir og er þess krafist að allar

framkvæmdir verði stöðvaðar þegar í stað.

Bent er á ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og mannvirkjalaga nr. 160/2010

varðandi framkvæmdir og byggingar sem eru í bága við skipulag eða eru án leyfis

og aðgerðir til að knýja fram úrbætur og beitingu dagsekta.

Ítrekað er varðandi skúr og gám á svæðinu að engin leyfi eru vegna þeirra

mannvirkja og er vísað til fyrri afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar vegna

þeirra frá 20.04.2010 og 18.05.2010.

Nefndin telur að lagning hitaveitu í frístundabyggðina kalli á deiliskipulagningu

svæðisins.

Engin þau gögn sem tilskilin eru með umsókn hafa borist og er því afgreiðslu

umsóknarinnar frestað.

 

3

 

Ýmis mál

7. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 20.10.2011, ósk um umsögn um drög að

frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Ekki eru gerðar athugasemdir við frumvarpsdrögin.

 

8. Bréf frá Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs dags. 17.10.2011, afrit bréfs til

stjórnar sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Bréfið lagt fram til upplýsingar.

 

9. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 18.10.2011, ósk um tilnefningu fulltrúa í

vatnasvæðisnefnd.

Nefndin leggur til að sveitarfélög á svæðinu sameinist um fulltrúa í nefndinni.

Nefndin tilnefnir Þorvald Örn Árnason sem fulltrúa Sveitarfélagsins og Arnheiði

Þorsteinsdóttur til vara.

 

10. Bréf frá Vegagerðinni dags. 25.10.2011, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu

Auðnavegar 4328-01 og Stóra-Knarranesvegar 4334-01 af vegaskrá.

Umræddir vegir eru á staðfestu aðalskipulagi sveitarfélagsins og eru vegir að

lögbýlunum Auðnum og Stóra–Knarrarnesi þar sem er og hefur verið búseta ásamt

atvinnustarfssemi. Síðast var lögheimili skráð á þessum býlum árin 2009 og 2011.

Það er mat umhverfis- og skipulagsnefndar að umræddir vegir skuli vera áfram á

vegaskrá, sem er í samræmi við skipulag og það að umrædd býli eru í byggð þrátt

fyrir að um þessar mundir sé enginn skráður þar með lögheimili.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?