Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

39. fundur 20. mars 2012 kl. 17:30 - 18:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 20.

mars 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Agnes Stefánsdóttir,

Þorvaldur Örn Árnason. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu. Bergur Viðar

Guðbjörnsson stýrir fundi.

Skipulagsmál

1. Deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags

dags. 13.03.2012.

Breyting frá gildandi deiliskipulagi er að nýtingarhlutfall verður 0,4 í stað 0,3 að

öðru leyti heldur núverandi skipulag sér.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að

tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Byggingarmál

2. Aragerði 4, ósk bæjarráðs um afstöðu til umsóknar til stöðuleyfis.

Umrætt hús fellur ekki undir ákvæði gr. 2.6.1 um stöðuleyfi, byggingarreglugerðar

nr. 112/2012, og því samræmist það ekki reglugerðinni að veita því stöðuleyfi. Sækja

ber um byggingarleyfi fyrir því í samræmi við kafla 2.4 reglugerðarinnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?