Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

40. fundur 17. apríl 2012 kl. 17:30 - 18:50 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 17.

apríl 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason og

Inga Sigrún Atladóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu. Bergur Viðar

Guðbjörnsson stýrir fundi.

Skipulagsmál

1. Tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.

Samvinnunefnd Svæðisskipulags Suðurnesja leggur fram tillögu að

Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 til samþykktar hlutaðeigandi

sveitarstjórna, skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar og Landhelgisgæslunnar

skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þegar allir hlutaðeigandi hafa

samþykkt tillöguna, mun samvinnunefndin senda hana til athugunar

Skipulagsstofnunar áður en tillagan verður auglýst í 6 vikur.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögu að

Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024, ásamt umhverfisskýrslu.

 

Byggingarmál

2. Hvassahraun 19, Hálfdán Gústav Hálfdánsson sækir um byggingarleyfi fyrir

bátaskýli skv. umsókn dags. 06.03.2012 og aðaluppdráttum ABS teiknistofu.

Bátaskýlið er 32 m² að stærð en skv. skipulagsskilmálum er heimilt að byggja

bátaskýli og verkfærahús allt að 25 m², að öðru leyti er umsóknin í samræmi við

skipulag.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um svo óverulegt frávik sé að ræða og þess

eðlis að ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eigi við varðandi útgáfu

byggingarleyfis. Byggingin er lágreist og stendur lágt í landslagi. Málsmeðferð

byggingarleyfis verði í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

3. Bréf Gunnars Helgasonar dags. 6. mars 2012 f.h. Hörguls ehf. vegna starfssemi

Jóns sterka pizzastaðar við Hafnargötu, þar sem sótt er um leyfi fyrir

áframhaldandi staðsetningu húsnæðis, viðbyggingar í formi skýlis og

auglýsingaskilti.

Skv. samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir söluturni á sérstakri lóð.

Ákvörðun um úthlutun lóðarinnar og starfssemi á henni er vísað til ákvörðunar

bæjarstjórnar. Afgreiðslu umsóknarinnar frestað.

 

2

 

Framkvæmdaleyfi

4. Flekkuvík/Kálfatjörn, umsókn Íslenskrar Matorku ehf. um framkvæmdaleyfi

fyrir tilraunaborunum eftir köldu og heitu vatni, frestað mál frá 36. fundi

nefndarinnar 13. desember 2011.

Fyrirtækið hefur breytt áformum sínum varðandi tilraunaboranir sbr. bréf til

Skipulagsstofnunar dags. 22.03.2012 þar sem gert er ráð fyrir 1-3 borholum við

Vatnsleysustrandarveg upp af Keilisnesi og leiði þær til jákvæðrar niðurstöðu verði

borað eftir heitu vatni vestar, í landi Kálfatjarnar sbr. meðfylgjandi kort.

Skipulagsstofnun hefur gefið það álit að ekki sé um tilkynningarskilda framkvæmd

að ræða á þessu stigi, sbr. bréf dags. 26.03.2012.

Ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag vegna tilraunaborana á svæðinu og leggur því

umhverfis- og skipulagsnefnd til að óskað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar

vegna framkvæmdarinnar sbr. 1. mgr. ákvæða til bráðabirgða skipulagslaga nr.

123/2010.

 

Umhverfismál

5. Dreifibréf til umráðenda og eigenda fasteigna, lóða og lendna varðandi umhirðu

og frágang umhverfis og lóða.

Bréfið lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma því til

dreifingar og jafnframt að fylgja því eftir með viðeigandi ráðstöfunum gagnvart

þeim sem ekki virða tilmælin í bréfinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?