Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

43. fundur 19. júní 2012 kl. 17:30 - 18:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 19.

júní 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Agnes Stefánsdóttir og

Hörður Harðarson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu. Bergur Viðar Guðbjörnsson stýrir fundi.

 

Byggingamál

1. Vatnsleysa fiskeldisstöð, Íslandsbleikja ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 8

fiskeldisker skv. ódagsettri umsókn móttekinni 05.06.2012 og yfirlitsmynd GS

Teiknistofu dags. 01.06.2012.

Umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar

byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir, skal því fara fram grenndarkynning

áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við 44. gr. skipulagslaga

nr. 123/2010. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum jarðanna Stóru-

Vatnsleysu og Minni-Vatnsleysu og lóðanna Vatnsleysu og Vatnsleysu 2.

 

Framkvæmdaleyfi

2. Keilisnes, umsókn Íslenskrar Matorku ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir

tilraunaborunum eftir köldu og heitu vatni í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar.

Fyrirtækið hefur fengið rannsóknarleyfi Orkustofnunar fyrir tilraunaborunum skv.

leyfisbréfi útgefnu 29. maí 2012.

Skv. bréfi dags. 24. maí 2012 gerir Skipulagsstofnun ekki athugasemd við að

sveitarstjórn veiti leyfi fyrir tilraunaborunum með vísan í 1. mgr. ákvæða til

bráðabirgða skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun hefur einnig gefið það álit

að skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum sé ekki um tilkynningarskylda

framkvæmd að ræða á þessu stigi, sbr. bréf dags. 26.03.2012.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn, með vísan í 1. mgr. ákvæða

til bráðabirgða skipulagslaga nr. 123/2010, að framkvæmdaleyfi fyrir

tilraunaborunum í samræmi við rannsóknarleyfi Orkustofnunar verði veitt í samræmi

við þau skilyrði sem þar eru sett. Áður en kemur til framkvæmda á borsvæði fer

nefndin fram á að samráð verði haft við Fornleifavernd ríkisins samkv. Bréfi dags.

13.02.2012.

 

3. Kálfatjörn, Golfklúbbur Vatnsleysustrandar sækir um framkvæmdaleyfi til

uppbyggingar 18 holu golfvallar, á landi ofan Vatnsleysustrandarvegar skv. bréfi

dags. 22. maí 2012.

 

2

 

Framkvæmdin samræmist aðal- og deiliskipulagi og skipulagslögum nr. 123/2010.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi til

uppbyggingar 18 holu golfvallar á landi ofan Vatnsleysustrandarvegar í samræmi við

skilmála gildandi deiliskipulags verði veitt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?