Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

48. fundur 16. apríl 2013 kl. 17:30 - 18:30 Bæjarskrifstofu

Fundinn sátu:

Bergur Viðar Guðbjörnsson Formaður, Ingþór Guðmundsson Aðalmaður, Agnes

Stefánsdóttir Varamaður og Inga S. Atladóttir Varamaður.

Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. 1304002 - Umsókn um afnot af landi fyrir æðarræktun

Ólafur Árni Torfason, Jón Marías Torfason og Högni Ólafsson óska eftir afnotum af

landi við Nausthólsvík í landi Kálfatjarnar til að stunda æðarrækt skv. bréfi dags. 2.

apríl 2013.

Umhverfis- og skipulagsnefnd finnst hugmyndin áhugaverð en það virðist ekki

samrýmast lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum

spendýrum og reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda,

friðlýsingu æðarvarps, fuglamerkingar, hamskurð o.fl. að ala æðarunga og er því

erindinu vísað frá.

 

2. 0802018 - Svæðisskipulag Suðurnesja

Lögð fram fundargerð 38. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja

sem haldinn var 13. mars 2013. Svæðisskipulagið hefur nú hlotið staðfestingu. Einnig

lögð fram drög að starfsreglum fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja,

sem nú skal taka til starfa í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Óskað er eftir

athugasemdum við drögin fyrir 30. apríl 2013, ef einhverjar eru.

Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir athugasemd við að Landhelgisgæslan sé aðili að

samvinnunefndinni, nefndin telur það ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna

skipulagsmálum. Ekki eru gerðar aðrar athugasemdir við drögin.

 

3. 1303035 - Til umsagnar, tillaga um breytingar á svæðisskipulagi

höfuðborgarsvæðisins 2001-2024

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 12. mars 2013

 

48 Umhverfis- og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga

 

Sveitarfélagið Vogar

 

2

 

varðandi breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, kynning á

tillögu á vinnslustigi.

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og skipulagsnefndar og felur nefndinni að koma

með athugasemdir ef einhverjar eru.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Getum við bætt efni síðunnar?