Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

58. fundur 01. júlí 2014 kl. 17:30 - 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson við mál nr. 1 og 2 en Ármann Halldórsson við mál nr.3
Dagskrá
Sigurður H. Valtýsson víkur af fundi eftir afgreiðslu 1. og 2. máls og við tekur Ármann Halldórsson og tekur við sem skipulagsfulltrúi í 3. máli.

1.Umsókn um byggingarleyfi

1310012

Lagt fram bréf Birgis Þórarinssonar, beiðni um endurupptöku málsins. Eldri gögn málsins eru aðgengileg í fundarmannagátt.
Bréf Birgis Þórarinssonar dags. 20. júní 2014, beiðni um endurupptöku umsóknar um byggingarleyfi fyrir Kirkju að Minna-Knarrarnesi. Samþykkt samhljóða í nefndinni að málið sé tekið upp að nýju.

Afgreiðslu umsóknarinnar frestað. Umsækjanda er gefinn kostur á að leggja fram skýrari afstöðumynd þar sem koma fram m.a. málsettar fjarlægðir frá sjó og minjum ásamt mörkum hverfisverndar skv. aðalskipulagi.

2.Friðlýst svæði í hættu- rauði listinn

1406034

Umhverfisstofnun gefur sveitarfélögum kost á að veita umsögn um lista yfir friðlýst svæði í hættu.
Umhverfisstofnun gefur sveitarfélögum kost á að koma með ábendingar eða athugasemdir, skv. tölvupósti dags. 23. júní 2014, við drög að skýrslu yfir friðlýst svæði í hættu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrsludrögin.

3.Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2.

1405008

Málið var áður á dagskrá 57. fundar nefndarinnar. Fyrir fundinum liggur bréf Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands með athugasemdum við umsókn Landsnets og beiðni um að framkvæmdaleyfið verði ekki veitt fyrir niðurstaða liggur fyrir í nokkrum málum. Jafnframt liggur fyrir greinargerð ráðgjafa sveitarfélagsins í málinu, Ívari Pálssyni hrl. hjá Landslögum og Ómari Ívarssyni, skipulagsfræðingi hjá Landslagi.
Sigurður H. Valtýsson víkur af fundi eftir afgreiðslu 1. og 2. máls og við tekur Ármann Halldórsson og tekur við sem skipulagsfulltrúi í þessu máli.

Lagt fram að nýju erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dags. 7. maí 2014, ásamt fylgiskjölum. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Inn á fundinn komu Ívar Pálsson frá Landslögum og Ómar Ívarsson frá Landslagi. Erindinu fylgir m.a. skýrsla, yfirlitskort, matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum, dags. 17.09.2009, leyfi Orkustofnunar, dags. 5. desember 2013, ásamt greinargerð, teikningar af möstrum og fl. Lagt fram bréf Lex lögmannstofu, dags. 26. maí sl. ásamt fylgiskjölum. Þá er lögð fram umsögn Landslags og Landslaga, dags. 20. júní 2014.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu til að nýjum nefndarmönnum gefist kostur á að kynna sér málið til hlítar. Umsækjanda og athugasemdaaðilum skal veittur 30. daga frestur til að tjá sig um umsögn Landslaga og Landslags samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?