Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

105. fundur 20. nóvember 2018 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna situr fundinn undir þessum dagskrálið.

1.Opinn fundur um umhverfismál.

1810040

Framhald umræðu um niðurstöður úr umræðum á umhverfisfundi sem haldinn var 10. október sl.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir umhverfisverkefni á fjárhagsáætlun 2019 þar sem hópar eða félagasamtök taka land í fóstur og hreinsa þar rusl tvisvar á ári gegn þóknun.
Vigni er þakkað fyrir komuna.

2.Frisbee völlur í Aragerði

1811009

Beiðni forstöðumanns umhverfis og eigna sveitarfélagsins um að grenndarkynna fyrirhugaðan frisbee völl í Aragerði, skv. tölvupósti dags. 5.11.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin telur að svæðið beri tæplega þennan fjölda brauta og einnig mætti nýta betur svæðið við íþróttahúsið. Minnka skuli brautarálag inn í Aragerði. Óskað er eftir endurskoðaðri tillögu.

3.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Tölvupóstur Landslags ehf. dags. 23.1.2018 fyrir hönd landeiganda Loran ehf. þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem felst í því að heimila gististarfsemi sem fellur undir atvinnustarfsemi í frístundabyggðinni í Hvassahrauni. Einnig er óskað eftir að ferill breytingar á deiliskipulagi verði tekinn upp að nýju.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.

4.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Drög að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin snýr að að afmörkun vatnsverndarsvæðis í Reykjanesbæ og nýs flugbrautarkerfis Keflavíkurflugvallar ásamt uppfærðu vatnsverndarkorti fyrir Suðurnesin.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.

5.SEEDS sjálfboðaliðastarf 2019

1811001

Tölvupóstur SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna dags. 31.10.2018, um mögulegt samstarf sveitarfélagsins og samtakanna. Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS leita eftir samstarfsverkefnum við sveitarfélagið sumarið 2019. Bæjarráð vísaði málinu til frekari skoðunar hjá Umhverfisdeild og til Umhverfis- og skipulagsnefnd.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin leggur til að skoðað verði að gera ráð fyrir umhverfisverkefni á fjárhagsáætlun 2019. Kannað verði með hentug verkefni t.d. upprætingu lúpínu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?