Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

97. fundur 20. febrúar 2018 kl. 17:30 - 20:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen 1. varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir málið: Skyggnisholt 2-10. Frávik frá deiliskipulagi. Samþykkt að setja málið á dagskrá.

1.Grænuborgarhverfi

0712001

Bréf J21 ehf.dags. 14.02.2018. þar sem óskað er eftir heimild til breytingar á deiliskipulagi. Jafnframt er óskað eftir afstöðu til þess hvort breytingin yrði í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Í breytingunni er gert ráð fyrir að fjölga íbúðum úr 246 í um 450 og meginhluti af húsunum verði fjölbýlishús.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Fulltrúum J21 efh. er þakkað fyrir kynninguna.
Tekið er jákvætt í breytingu á deiliskipulagi og samþykkt að heimila að unnin verði tillaga, sem lögð verði fyrir nefndina til nánari skoðunar. Áformin virðast í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélgsins Voga 2008-2028 eins og þau eru kynnt. Nefndin leggur áherslu á að unnið sé að útfærslu skipulags í anda þeirrrar fjölbreytni sem kemur fram í aðalskipulagi.
Áshildur Linnet og Ivan Kay Frandssen víkja af fundi við afgreiðslu 2. máls.

2.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Sveitarfélagið Vogar-Vatnsból. Breyting á aðalskipulagi-2008-2028.
Umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar vegna skipulags- og matslýsingar. Einnig athugasemdir nokkurra eigenda Heiðarlands Vogajarða við skipulags- og matslýsinguna og tillöguuppdrátt að breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsagnir og athugasemdir lagðar fram og er lagt til þær verði hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu skipulagstillögunnar.

3.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á deiliskipulagi.

1711019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 13.02.2018. Í breytingunni felst að lóðum verði fjölgað, hámarksstærð og hámarkshæð húsa verði aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Höfðaland. Fyrirspurn um skipulagsmál.

1708024

Bréf Þórunnar Bjarndísar Jónsdóttur dags. 12.12.2017. Óskað er eftir undanþágu vegna fjarlægðarmarka við þjóðveg fyrir mögulegar byggingar á lóðunum Höfðaland 1, 2 og 3 á Vatnsleysuströnd. Umsagnir Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar liggja fyrir.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að erindið verði tekið til athugunar við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

5.Breiðagerði-frístundabyggð. Deiliskipulag

1802050

Tölvupóstur Péturs H. Jónssonar dags. 16.02.2016 þar sem óskað er eftir, fyrir hönd lóðareigenda Breiðagerðis nr. 21, 26, 27 og 31 á Vatnsleysuströnd, að tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar, dagsett febrúar 2018, verði tekin fyrir.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Afgreiðslu tillögunnar er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða tillöguna nánar og mögulega aðkomu sveitarfélagsins.

6.Umsókn um lóð.

1801013

Húseining ehf. sækir um svæði til byggingar 25 íbúðarhúsa.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins verði tekið til skoðunar hvort möguleiki verði fyrir byggð af þessu tagi.

7.Hafnargata 4. Umsókn um breytingu á húsnæði.

1801021

Bréf frá Arnóri Sigurvinssyni dags. 15.01.2018 f.h. Iðndals ehf. vegna óskar um breytingu á húsnæðinu, t.d. fyrir vinnustúdio listamanna og annan léttan iðnað.
Niðurstaða:
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur erindið samræmast skipulagi og vísar frekari úrvinnslu til byggingarfulltrúa. Sækja skal um byggingarleyfi með umsókn og tilheyrandi gögnum. Málsmeðferð umsóknar um bygginagarleyfi og gögn fari skv. ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2010.

8.Lóð úr landi Halakots. Umsókn um byggingarleyfi

1802046

Umsókn Árna Magnússonar vegna stækkunar íbúðarhúss. skv. aðaluppdráttum Gísla Á. Guðmundssonar dags. 12.02.2018.
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og ætti því að grenndarkynna í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að byggingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda vegna fjarlægðar í næstu hús og fellur því frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

9.Skyggnisholt 2-10. Frávik frá deiliskipulagi

1802054

Skv. aðaluppdráttum er byggingarreitur lóðanna Skyggnisholts 2, 4 og 8 hliðrað um einn metra í átt að götunni Skyggnisholti. Að öðru leyti eru aðaluppdrættir í samræmi við deiliskipulag.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óveruleg frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið.
Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

10.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga - Skýrsla náttúruverndarnefndar

1710021

Samantekt umræðna og erindi sem flutt voru á 20. ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn var á Akureyri 9. nóvember.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?