Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

96. fundur 19. desember 2017 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á deiliskipulagi.

1711019

Bréf Landslags ehf. dags. 05.12.2017. Ósk um að nefndin endurskoði afstöðu sína frá 21.11.2017 og landeigandi fái að kynna sjónarmið sitt um að heimila hækkun á hámarshæð bygginga ásamt því sjónarmiði sínu að heimila skuli atvinnurekstur á svæðinu með samþykki landeiganda.
Gestur: Þórarinn A. Sævarsson, Loran ehf.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Landeiganda er þökkuð kynningin. Nefndin mun taka til nánari athugunar þau mál sem taka m.a. á ofangreindum atriðum.

2.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Sveitarfélagið Vogar-Vatnsból. Breyting á aðalskipulagi-2008-2028. - Tillaga.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt er til að tillagan verði unnin áfram og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.

1711013

Bréf Harðar Einarssonar dags. 10.11.2017, f.h. nokkurra eigenda Heiðarlands Vogajarða, þar sem áréttaðar eru nokkrar óskir og tillögur um breytingu á aðalskipulaginu.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin álítur að um sé að ræða það viðamiklar breytingar að þær eigi frekar heima með heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins en ekki með þeirri breytingu sem nú stendur fyrir dyrum, sem snýr eingöngu að nýju vatnsbóli fyrir sveitarfélagið. Nefndin leggur til að erindið verði tekið til athugunar við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem bæjarstjórn tekur ákvörðun um í upphafi næsta kjörtímabils.

4.Höfðaland. Fyrirspurn um skipulagsmál.

1708024

Bréf Þórunnar Bjarndísar Jónsdóttur dags. 12.12.2017. Óskað er eftir undanþágu vegna fjarlægðarmarka við þjóðveg fyrir mögulegar byggingar á lóðunum Höfðaland 1, 2 og 3 á Vatnsleysuströnd.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin samþykkir að leita eftir umsögnum hjá Skipulagsstofnun og Vegagerðinni áður en erindið er afgreitt.

5.Hólagata - Ósk um breytingu húsnúmera

1711020

Tölvupóstur Jakobs Jónssonar dags. 09.11.2017 þar sem óskað er eftir að athugað verði hvort hægt sé að leiðrétta húsnúmer við Hólagötu.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Tekið er jákvætt í erindið og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna hugmyndina fyrir íbúum götunnar og vinna úr breytingunni í kjölfarið.

6.Hundagerði - Fyrirspurn

1712007

Tölvupóstur Huldu Árnadóttur dags. 04.12.2017 þar sem reifaðar eru hugmyndir um hundagerði til útivistar fyrir hunda.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Tekið er jákvætt í erindið. Þar sem sveitarfélagið á ekki land til þessara nota þarf að kanna vilja landeigenda að heimila slíkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?