Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

95. fundur 21. nóvember 2017 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen 1. varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Sveitarfélagið Vogar-Vatnsból.
Breyting á aðalskipulagi-2008-2028. Deiliskipulag.
Skipulags- og matslýsing - Tillaga. Dags. 21.11.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að leitað verða umsagna um hana og hún verði kynnt í samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á deiliskipulagi.

1711019

Bréf Landslags ehf. dags. 13.11.2017 fyrir hönd landeiganda Loran ehf. þar sem óskað er heimildar til að vinna breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóðum verði fjölgað, hámarksstærð og hámarkshæð húsa verði aukin, að notkun landsins til atvinnurekstrar verði ekki heimil nema með samþykki landeiganda.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin getur samþykkt að lóð nr. 22 verði skipt í tvær lóðir en samþykkir ekki fjölgun lóða utan skilgreindra lóða skv. gildandi deiliskipulagi. Samþykkt er að grunnflötur húsa verði stækkaður en ekki er samþykkt að hækka hús. Ekki er samþykkt að atvinnurekstur verði á svæðinu. Samþykkt er að heimila að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint.

3.Kirkjugerði 11. Umsókn um byggingarleyfi, bílskúr

1706024

Umsókn Svandísar Magnúsdóttur vegna stækkunar á bílskúr mhl. 02 skv. teikningum Þorgeirs Jónssonar dags. 15.07.2017. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir hafa borist frá eiganda Tjarnargötu 24, skv. bréfi dags. 25.09.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Fyrir liggur minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umjöllun um athugasemdirnar skv. minnisblaðinu.
Þar sem fyrirhuguð bygging er í lóðarmörkum og frágangur á lóðarmörkum er háður samþykki aðliggjandi lóðarhafa er umsóknin ekki samþykkt að svo stöddu. Til að hægt verði að samþykkja umsóknina þarf að liggja fyrir samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa, þ.e.a.s. Kirkjugerðis 9, Tjarnargötu 24 og Heiðargerðis 12.

4.Hellur L.130849. Beiðni um breytta skráningu landnotkunar.

1711009

Halldóra G. Víglundsdóttir óskar eftir að land nr. 130849 sem er að Hellum á Vatnsleysuströnd verði breytt í íbúðarhúsalóð, skv. tölvupósti dags. 03.11.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að jörðin verði skráð sem íbúðarhúsalóð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?