Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

52. fundur 15. október 2013 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfis- og ræktunarmál Sveitarfélagsins Voga

1307007

Umræður um stöðu og stefnu sveitarfélagsins í málaflokknum.
Óskað hefur verið eftir að forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins og formaður skógræktarfélagsins Skógfells komi á fundinn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt sem gestir forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins og formaður skógræktarfélagsins Skógfells og er þeim þökkuð koman.

Umræður um stöðu og stefnu sveitarfélagsins í umhverfis- og ræktunramálum. Lagt er til að forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins endurskoði umhirðuáætlun sveitarfélagsins og komið verði á samvinnu sveitarfélagsins og skógræktarfélagsins.

2.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd

1309019

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. september 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. september 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar:
Talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu. Gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum samrýmist og stuðlar að stefnu aðalskipulags um að allir íbúar sveitarfélagsins búi við góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þ.m.t. vegna náttúruvár.
Engu að síður telur nefndin að framkvæmdin sé þess eðlis að hún skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum af þeim ástæðum að svæðið er hverfisverndað og á náttúruminjaskrá og framkvæmdasvæðið í Vogum er á viðkvæmu útivistarsvæði í hjarta bæjarins.

3.Umsókn um byggingarleyfi

1310012

Umsókn um byggingarleyfi fyrir kirkju að Minna- Knarrarnesi.
Umsókn vísað til skipulagsnefndar sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012, gr. 2.4.2, 5. mgr. sem segir að byggingarfulltrúi skuli vísa umsókn um byggingarleyfi til skipulagsnefndar ef ekki liggur fyrir deiliskipulag.
Umsókn Birgis Þórarinssonar dags. 1. október 2013 um byggingarleyfi fyrir kirkju að Minna- Knarrarnesi skv. aðaluppdráttum Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts dags. 23. september 2013.

Umsókn vísað til skipulagsnefndar sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012, gr. 2.4.2, 5. mgr. sem segir að byggingarfulltrúi skuli vísa umsókn um byggingarleyfi til skipulagsnefndar ef ekki liggur fyrir deiliskipulag.

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dags.09.10.2013 varðandi veitingu byggingarleyfis m.t.t. skipulagslegrar stöðu svæðisins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd álítur að byggingin samræmist aðalskipulagi en að liggja þurfi fyrir samþykkt deiliskipulag í samræmi við gildandi aðalskipulag og skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 svo unnt sé að veita byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?