Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

88. fundur 21. mars 2017 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Þórhallur Garðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Aragerði 4 - deiliskipulag íbúðabyggðar

1605031

Lýsing deiliskipulagsáætlunar fyrir lóðina Aragerði 4 vegna fyrirhugaðrar vinnu deiliskipulag, skv. 2.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Dags. 14.03.2017.
Afgreiðsla Umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og að leitað verði umsagnar um lýsinguna og hún kynnt í samræmi við 3.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðnaðarsvæði við Vogabraut - Deiliskipulagsbreyting

1701032

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna sameiningar lóðanna 2, 2a og 4 í eina lóð, Heiðarholt 2. Dags. 15.03.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.Miðbæjarsvæði - Götuheiti

1702024

Fyrir liggja fjórar tillögur að götuheitum.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi tillögu Oktavíu Ragnarsdóttur: Skyggnisholt, Breiðuholt, Lyngholt, Keilisholt.

Nefndin þakkar þeim sem sendu inn tillögur að götuheitum.

4.Stapavegur 7. Breyting á deiliskipulagi

1703021

Bréf Guðmundar F. Jónassonar dags. 15.03.2017 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðarinnar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um stækkun hótelsins. Nefndin felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda. Afgreiðslu málsins er frestað.

5.Framkvæmdir 2017

1702054

Framkvæmdaleyfi fyrir Miðsvæði gatnagerð og lagnir 1. áfanga, skv. útboðsgögnum dags. mars 2017
Framkvæmdaleyfið er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?