Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

85. fundur 20. september 2016 kl. 17:30 - 19:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða til að taka 2 mál á dagskrá, Umsókn um stöðuleyfi að Jónsvör 3 og fyrirspurn um parhús að Vogagerði 23. Samþykkt samhljóða að taka þessi tvö mál á dagskrá.
Vignir Friðbjðrnsson forstöðumaður umhverfis og eigna fylgdi nefndinni vettvangsferð.

1.Umhverfismál

1508006

Vettvangsskoðun nefndarinnar. Farið um þéttbýlið í Vogum og um Vatnsleysuströnd og ástand og umhirða lóða skoðuð.
Rætt um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af slælegri umgengni á fjölda lóða á hafnarsvæðinu og við Iðndal. Telur nefndin mikilvægt að fyrirtæki fari fram með góðu fordæmi og verður að teljast að lausamunir á lóðum séu umfram það sem talist getur til daglegs reksturs. Jafnframt lýsir nefndin yfir áhyggjum sínum er kemur að úrræðum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ætti að beita.

Afgreiðsla Umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ákveðið að senda ítrekun á fyrri bréf vegna stöðuleyfa og umhirðu lóða. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir og upplýsa nefndina um framgang málsins á næsta fundi.

2.Jónsvör 3. Umsókn um stöðuleyfi gáma

1609030

Fíbra ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þremur 20 feta gámum á lóðinni, þar af tveimur sem svefnaðstöðu fyrir fjóra starfsmenn, skv. umsókn dags. 19.09.2016.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsókninni um gáma fyrir svefnaðstöðu er hafnað, samæmist ekki deiliskipulagi og byggingareglugerð að heimila búsetu í iðnaðarhverfi.

Stöðuleyfi er samþykkt fyrir einn 20 feta geymslugám í 12 mánuði, frá 01.10.2016 til 01.10.2017.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá leyfinu.

3.Vogagerði 23. Fyrirspurn um byggingu parhúss

1609031

Anný Helena Hermansen kannar hvort það sé mögulegt að breyta lóðinni í parhúsalóð, skv. tölvupósti dags. 17.09.2016.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin tekur jákvætt í erindið, sem krefst breytingar á deiliskipulagi.

4.Útbreiðsla lúpínu í Vogum

1607012

Erindi Þorvaldar Arnar Árnasonar dags. 18.júlí 2016, fyrirspurn um stefnu sveitarfélagsins varðandi útbreiðslu lúpínu í Vogum.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin þakkar Þorvaldi kærlega fyrir erindið og getur upplýst að á dagskrá nefndarinnar fyrir komandi vetur er að ræða og marka stefnu varðandi gróðuruppbyggingu, útbreiðslu jurta og önnur mál er lúta að umhirðu bæjarlandsins. Mun þar verða fjallað m.a. um útbreiðslu lúpínu og má þess vænta að íbúum og félagasamtökum verði gefið tækifæri til að koma á framfæri við nefndina ábendingum er málið varðar.

5.kæra nr.120/2016 með stöðvunarkröfu

1609017

Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna byggingarleyfis til Ísaga ehf. að Heiðarholti 5.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Kæran logð fram til kynningar ásamt umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?