Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

83. fundur 19. júlí 2016 kl. 19:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Davíð Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Áshildur Linnet
Dagskrá

1.Umhverfisviðurkenningar 2016

1603008

Nefndarmenn fara í vettvangsferð.
Umhverfis og skipulagsnefnd fór í vettvangsferð um sveitarfélagið og skoðaði garða og fyrirtækjalóðir með tilliti til fyrirmyndar ræktunar og umhirðu. Að vettvangsferð lokinni ákvað nefndin að veita tvenn verðlaun að þessu sinni. Umsögn umhverfis og skipulagsnefndar er eftirfarandi:

Guðjón Sverrir Agnarsson og Eyrún Antonsdóttir Aragerði 16 fyrir skemmtilegan garð sem sýnir áralanga natni eigenda við uppbyggingu gróðurs. Í garðinum er að finna einstaka tegundafjölbreyttni það sem hver planta á sér sögu. Garðinum hefur á skemmtilegan hátt verið skipt uppí ólíka lundi sem skapa notalegt tækifæri fyrir eigendur til að njóta gróðursins sem best.

Bjarni Róbert Kristjánsson og Arndís Helga Einarsdóttir í Hvassahrauni 27 fyrir vel heppnaða uppbyggingu. Á lóðinni hefur tekist að skapa einstakt samspil milli nýrra bygginga, gamalla garða og minja úr náttúrunni. Skemmtilegt flæði er á milli lóðar við aðal húsið og sjávarhúss er stendur neðar. Eigendum hefur tekist að nýta allt það besta sem umhverfið hefur uppá að bjóða um leið og grænir fingur fá að njóta sín innum hraungert landslag.

Davíð Harðarson vék af fundi kl: 20:40

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?