Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

82. fundur 21. júní 2016 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Davíð Harðarson varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá: Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd, ósk Skipulagsstofnunar um umsögn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Flutningur á aðstöðuhúsi.

1604061

Bréf Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells dags. 19.04.2016 þar sem óskað er eftir heimild til að flytja aðstöðuhús á land félagsins við Háabjalla.

Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 15.06.2016, sem gerir ekki athugasemd við staðsetninguna og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, dags. 31.05.2016, sem telur nauðsynlegt að horfa fyrst til vatnsverndarsjónarmiða áður en ákvarðanir eru teknar um staðsetningu mannvirkja á þessum slóðum.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Flutningur aðstöðuhússins er leyfður með skilyrðum um að ekki verði salernisaðstaða í húsinu og bönnð er notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri, áburð og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.

2.Umhverfisviðurkenningar 2016

1603008

Nefndin ákveður að fara í skoðunarferð vegna umhverfisviðurkenninga 12. júlí. Óskað er eftir að auglýst verði eftir tilnefningum á vef sveitarfélagsins.

3.Heiðarholt 5. Umsókn um byggingarleyfi

1606021

Kynnt umsókn Ísaga ehf. dags.15.06.2015 um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju skv. teikningadrögum Linde AG.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsóknin samræmist skipulagi. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar nr. 112/2012.

4.Fyrirspurn um byggingarmál. Aragerði 4.

1605031

Erindi Reykjaprents hf. dags. 20.05.2016. Með erindinu fylgja uppdrættir vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4. Bréfritari beinir þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort hin fyrirhugaða bygging teljist rúmast innan núverandi skipulags sveitarfélagsins eða hvort vinna þurfi sérstaka deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar á lóðinni.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Hugmyndin samræmist aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Gera þarf deiliskipulag svo uppbygging geti orðið á svæðinu.

5.Útbreiðsla lúpínu.

1605034

Erindi Landgræðslu- og skógræktarfélagsins Skógfells dags. 20.05.2016. Í erindinu er vakin athygli á útbeiðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða áform sveitarfélagið hefur til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Engin áætlun er hjá sveitarfélaginu til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda. Verði farið í gerð slíkrar áætlunar verður að sjálfsögðu óskað samstarfs við landeigendur, íbúa og frjáls félagasamtök.

6.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd. Við Breiðagerðisvík og norðan Marargötu.

1604004

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. maí 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar:
Talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu. Gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum samrýmist og stuðlar að stefnu aðalskipulags um að allir íbúar sveitarfélagsins búi við góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þ.m.t. vegna náttúruvár.
Nefndin telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum en sé háð framkvæmdaleyfi. Nefndin telur að nægileg grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í gögnum málsins.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?