Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

80. fundur 19. maí 2016 kl. 18:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulagsbreyting. Iðnaðarsvæði við Vogabraut

1603007

Umfjöllun um athugasemdir og tillögu að lokinni auglýsingu.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna breyttrar staðsetningar á fyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stendur að reisa á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut, dags. 16.03.2016.

Tillaga að deiliskipulagi hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi eru athugasemdir sem bárust við tillöguna og umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar um þær:

1. Guðrún D. Harðardóttir f.h. stjórnar Reykjaprents ehf, Hörður Einarsson f.h. Sigríðar S. Jónsdóttur, Ólafs Þórs Jónssonar og Særúnar Jónsdóttur og síns sjálfs. Dagsett 17. maí 2016.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin lýkur ekki umfjöllun sinni um athugasemdirnar á þessum fundi og er frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

2.Flutningur á aðstöðuhúsi.

1604061

Skógfell óskar eftir heimild til að flytja húsið á land sitt við Háabjalla.
Bréf Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells dags. 19.04.2016 þar sem óskað er eftir heimild til að flytja aðstöðuhús á land félagsins við Háabjalla.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Fyrirhuguð staðsetning hússins er á skógræktarsvæði OS-5, hverfisverndarsvæði H-3, vatnsverndarsvæði VF-1 og er svæðið á Náttúruminjaskrá N-3 skv. aðalskipulagi.
Nefndin samþykkir að óskað verði eftir umsögnum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits áður en umsóknin verður afgreidd.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?