Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

78. fundur 15. mars 2016 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulagsbreyting. Iðnaðarsvæði við Vogabraut

1603007

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna breyttrar staðsetningar á fyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stendur að reisa á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut, dags. 11.03.2016.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í kjölfarið verði hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Loftnet á horni Hvammsdals og Stapavegs.

1602081

HS-Veitur sækja um framkvæmdaleyfi, skv. umsókn dags. 17.02.2016, vegna uppsetningar loftnets á horni Stapavegar og Hvammsdals. Um er að ræða 8 m háan staur með lofneti á toppi vegna hitaveitu-mælaverkefnis.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt.

3.Umhverfisviðurkenningar 2016

1603008

Ræddar tímasetningar vegna umhverfisviðurkenninga næsta sumar. Stefnt er að skoðun garða fari fram fyrir miðjan júlí.

4.Dekkjakurl á sparkvöllum.

1603011

Lagt fram til kynningar: Þingsályktunartillaga um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á íþróttavelli. Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli, dags, 25.09.2015. Tilboð í endurnýjun gúmmíkurls sparkvallar við Stóru-Vogaskóla frá sl. hausti.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að gerð verði áætlun um skipti á gúmmikurli þegar liggur fyrir vitneskja um viðurkennd efni sem hægt er að nota í staðinn.

5.Stígavinir

1603001

Bréf Stígavina, félags um göngustígagerð, dags, 28.02.2016, þar sem félagið er kynnt.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?