Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

77. fundur 16. febrúar 2016 kl. 17:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skilti utan vega.

1506010

Bréf Umhverfisstofnunar dags. 15.01.2016 og 22.09.2015 um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 15.01.2016 og 22.09.2015 um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.
Með bréfinu er Umhverfisstofnun að vekja athygli á því að í gildi eru lög og reglugerð sem varða skilti utan þéttbýlis.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Tekið er undir erindi bréfanna og lagt til að brugðist verði við með viðeigandi hætti eftir því sem við á. Nefndin samþykkir að ítreka áskorun um úrbætur áður en dagsektir verða lagðar á. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf þess efnis til viðkomandi aðila. Umhverfisstofnum verði upplýst um stöðu þessara mála.

2.Áhrif gróðurs á umferðaröryggi í Vogum

1504008

Bréf Samgöngustofu dags. 28.09.2015 um áhrif gróðurs á umferðaröryggi.
Bréf Samgöngustofu dags. 28.09.2015 um áhrif gróðurs á umferðaröryggi. Með bréfinu er þess farið á leit að að hugað verði að ástandi trjáa og runna við vegi og gatnamót og íbúar og lóðareigendur verði minntir á skyldur sínar varðandi gróðurumhirðu.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndra:
Bréfið lagt fram. Erindinu vísað til úrvinnslu umhverfisdeildar í samráði við byggingarfulltrúa.

3.Stjórnkerfi byggingarfulltrúa

1311004

Kynnt stjórnkerfi byggingarfulltrúa skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Kynnt stjórnkerfi byggingarfulltrúa skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Nefndin fagnar vel unnu verki.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?