Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

71. fundur 18. ágúst 2015 kl. 19:00 - 21:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Erindi frá HS Veitum hf skv. tölvupósti dags. 23. júní 2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til borunar könnunarholu vegna undirbúnings að byggingu nýrrar kaldavatnsdælustöðvar sunnan Reykjanesbrautar skv. minnisblaði ISOR dags. 4.júní 2014.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin telur að framkvæmdin falli ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Og sé ekki framkvæmdaleyfisskyld skv. reglugerð um framkmvæmdaleyfi nr. 771/2012 m.v. fyrirliggjandi upplýsingar.

2.Uppbygging á reit Stofnfisks hf.

1408016

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag hafa öðlast gildi með auglýsingum í B-deild stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd

1503011

Deiliskipulagstillaga fyrir alifuglabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd, dags. 18.08.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lýsingin hefur verið kynnt í samræmi við 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Letað var umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirli Suðurnesja, Matvælastofnun og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt því að hún var kynnt fyrir almenningi.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Athugasemdir bárust frá Virgli Scheving Einarssyni, Efri Brunnastöðum 1 og 2 og Skjaldarkoti, Dagmar J. Eiríksdóttur, Narfakoti og Stefáni Árnasyni, Austurkoti.
Umsagnir og athugasemdir um lýsinguna hafa verið teknar til athugunar eftir því sem við á við vinnslu deiliskipulagstillögunnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hvassahraun 28. Fyrirspurn um frávik frá skipulagi.

1507002

Fyrirspurn frá Írisi Kolbrúnu Bragadóttur og Hannesi Ívarssyni um byggingu bátaskýlis að Hvassahrauni 28 sem yrði stærra en skipulagsskilmálar heimila eða allt að 50 m².

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin telur að breyta þurfi gildandi deiliskipulagi svo heimilt verði að byggja stærri verkfæra/bátaskýli en skipulagsskilmálar heimila og vísar ákvörðun um það til eiganda lóða á skipulagssvæðinu, Ás Styrktarfélags. Það er álit nefndarinnar að heildarstærð slíks húss geti verið 40 m².

5.Umsókn um heimild til að vinna deiliskipulag.

1507011

Fyrirspurn frá Ólafi Óskari Einarsssyni dags. 21. júlí 2015 vegna áforma um byggingu íbúðarhúss á lóðinni Auðnum 1 á Vatnsleysuströnd, landnr. 199939. Óskað er eftir að fá að deiliskipuleggja þessa einu lóð eða að grenndarkynna bygginguna verði það ekki heimilað.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lóðin er á svæði sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi og því ekki heimilt að byggja íbúðarhús á lóðinni heldur eingöngu frístundahús.
Skv. aðalskipulagi er skilyrði fyrir frekari uppbyggingu frístundasvæðisins að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið og að það öðlist gildi áður en heimild er veitt til frekari uppbyggingar. Nefndin beinir því til lóðareigenda á svæðinu að vinna deiliskipulag fyrir svæðið svo frekari uppbygging verði heimil. Jafnframt er hvatt til stofnunar landeigendafélags fyrir svæðið.

6.Hvassahraun 27, fyrirspurn um byggingu bátaskýlis/geymslu

1506011

Fyrirspurn frá Arndísi Einarsdóttur og Róberti Kristjánssyni um byggingu bátaskýlis/geymslu að Hvassahrauni 27 sem yrði stærra en skipulagsskilmálar heimila eða 40-45 m² eða að lágmarki 36 m².

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin telur að breyta þurfi gildandi deiliskipulagi svo heimilt verði að byggja stærri verkfæra/bátaskýli en skipulagsskilmálar heimila og vísar ákvörðun um það til eiganda lóða á skipulagssvæðinu, Ás Styrktarfélags. Það er álit nefndarinnar að heildarstærð slíks húss geti verið 40 m².

7.Umhverfismál

1508006

Liður er án gagna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ítrekuð er samþykkt nefndarinnar frá 19. maí sl. um að fylgt verði eftir kröfum um úrbætur eftir því sem við á í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Til að byrja með verði áhersla lögð á gáma án stöðuleyfis og óleyfisframkvæmdir.
Nefndin mun vinna að viðmiðunareglum varðandi stöðuleyfi lausafjármuna sem stefnt er að liggi fyrir fljótlega.
Jafnframt er ítrekuð samþykkt nefndarinnar frá 21. apríl sl. um að setja upp umferðaþrengingu við gatnamót Egilsgötu og Hafnargötu með 2 merkjum um 30 km hámarkshraða.

8.Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar

1507009

Bréf ISAVIA dags. 8. júlí 2015 þar sem kynntar eru skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll sem til stendur að setja.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við reglurnar.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?