Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 26. febrúar 2002 kl. 18:00 - 19:15 Iðndal 2

2. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn þriðjudaginn 26. febrúar kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Ivan Kay Frandsen,
Kristinn Þór Guðbjartsson og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt
ritar fundargerð.

1.mál. Frumdrög Landslags ehf. að deiliskipulagi fyrir reit við Heiðargerði, sem
afmarkast af Heiðargerði, Stapavegi, Hafnargötu og Tjarnargötu.
Gert er ráð fyrir þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum á reitnum með samtals 28 íbúðum.
Frumdrögin lögð fram til kynningar. Skipulagshöfundum falið að vinna skipulagið
áfram.
2. mál. Finnbogi Kristinsson, f.h. golfklúbbs Vatnsleysustrandarhrepps, sækir um
framkvæmdarleyfi vegna borunar eftir köldu vatni og lagningar vökvunarkerfis fyrir
golfvöllinn að Kálfatjörn. Skv. umsókn dags. 05.02.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

3.mál. Nefndin setur þá reglu að áður en veitt verði heimild fyrir jarðvegsskiptum vegna
bygginga skuli liggja fyrir teikningar af viðkomandi húsi.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 15.

Getum við bætt efni síðunnar?