Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 30. maí 2002 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

5. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
fimmtudaginn 30. maí kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Ivan Kay Frandsen,
Kristinn Þór Guðbjartsson, Davíð Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem
jafnframt ritar fundargerð.

1. mál. Kynning á tillögu Landslags ehf. dags. 30.05.2002, að deiliskipulagi fyrir
frístundabyggð á landi Styrktarfélags Vangefinna í Hvassahrauni.
Nefndin leggur til að unnið verði áfram með skipulagið.
Skv. aðalskipulagi Vatnsleysustrandarhrepps er ekki skilgreind landnotkun á svæðinu.
Í samræmi við 3. tl. ákvæða til bráðabirgða skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til að
leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að skipulagstillagan verði auglýst án
breytingar á aðalskipulagi.

2. mál. Lúðvík Berg Bárðarson, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að
Akurgerði 8, skv. umsókn dags. 04.03.2002 og aðaluppdráttum Solark dags.
04.03.2002.
Um er að ræða frávik skv. tillögu að deiliskipulagi af svæðinu sem ekki hefur verið
staðfest. Frávik er að gólf íbúðar er stallað þannig að annarsvegar er gólfkóti
hækkaður um 30 sm og hinsvegar lækkaður um 40 sm frá því sem uppgefið er á
mæliblaði. Hæð húss fer 18 sm yfir hámarksmænishæð m.v. upphaflegan gólfkóta
skv. skipulagsskilmálum sé miðað við hæsta gólf íbúðar.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 3. fundi nefndarinnar 26. mars sl. Engar
athugasemdir hafa borist.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

3. mál. A. Vidar Olsen og Þór Gunnarsson sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að
Hvammsgötu 1, Vogum, skv. umsókn dags. 17.05.2002 og aðaluppdráttum AVO Teiknistofu,
dags. 16.05.2002.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

4. mál. Ása Árnadóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála og sólpall að Egilsgötu 11,
Vogum, skv. bréfi dags. 08.05.2002 og aðaluppdráttum Sigurðar Þorvarðarsonar,
byggingafræðings, dags. 27.05.2002.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Hafnargötu 9 og Hólagötu 6.

5. mál. Guðrún A. Einarsdóttir sækir um leyfi fyrir gluggabreytingu að Tjarnargötu 20,
Vogum, skv. umsókn dags. 13.05.2002 og meðfylgjandi rissi.
Um er að ræða breytingu á stofuglugga þannig að í stað tveggja lóðréttra pósta sem skipta
glugganum í þrjár rúður verða þrír lóðréttir og tveir láréttir póstar og og tvö opnanleg fög.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.

6 mál Eiður Þórarinsson og Heiður H. Friðriksdóttir sækja um leyfi fyrir að setja niður heitan
pott á lóð og leyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum skv. meðfylgjandi rissi og umsókn dags.
19.05.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Farið skal eftir reglum og leðbeiningum um gerð og
frágang heitra potta. Samráð skal hafa við nágranna um girðingu á lóðarmörkum.

7. mál Grétar Guðmundsson kt. 040748-2109 sækir um viðurkenningu sem
húsasmíðameistari í Vatnsleysustrandarhreppi, skv. umsókn dags. 12.05.2002.
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

8. mál. Andrés Guðmundsson, f.h. golfklúbbs Vatnsleysustrandarhrepps, sækir um
byggingarleyfi fyrir dæluhús við golfvöllinn að Kálfatjörn, skv. umsókn dags.
24.05.2002 og Vírnets hf.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

9. mál. Drög að deiliskipulagi fyrir lóð svínabúsins að Minni – Vatnsleysu skv. bréfi dags.
27.05.2002 frá Línuhönnun hf. og uppdrætti dags.01.11.2001 og meðfylgjandi greinargerð.
Tillagan kynnt. Áskilinn er réttur til athugasemda á síðari stigum.

10. mál. Bréf frá Ragnhildi Sigurðardóttur, verkefnisstjóra, dags. 13.05.2002 um fegurri
sveitir ásamt kynningarbæklingi þar um.
Bréfið og bæklingurinn lagður fram og vísað til umhverfisstjóra.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 30.

Getum við bætt efni síðunnar?