Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 27. júní 2002 kl. 18:00 - 19:45 Iðndal 2

6. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
fimmtudaginn 27. júní kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Lúðvík Berg Bárðarson, Gísli Stefánsson,
Gunnar Helgason, Hörður Harðarson og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem
jafnframt ritar fundargerð.

1. mál. Kosning varaformanns og tilnefning ritara skipulags- og byggingarnefndar.
Jon Ingi Baldvinsson er kosinn varaformaður og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi er
tilnefndur ritari.

2. mál. Tillaga Landslags ehf. að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð á landi Styrktarfélags
Vangefinna í Hvassahrauni skv. uppdrætti dags. 30.05.2002 og meðfylgjandi greinargerð.
Skv. aðalskipulagi Vatnsleysustrandarhrepps er ekki skilgreind landnotkun á svæðinu.
Í samræmi við 3. tl. ákvæða til bráðabirgða skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til að
leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að skipulagstillagan verði auglýst án
breytingar á aðalskipulagi.
Tillagan er samþykkt og er lagt til að hún verði auglýst að fengnum meðmælum
Skipulagsstofnunar.

3. mál. Rakel Burana sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að Iðndal 1, Vogum, skv.
umsókn dags. 10.12.2001 og aðaluppdráttum Teiknistofunnar Artik dags. 10.10.2001. Um er
að ræða breytingu húsnæðisins í gistiheimili ásamt að gera kvisti á þak.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 4. fundi nefndarinnar 30. apríl sl. Engar
athugasemdir hafa borist.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits og heibrigðiseftirlits.
Lóðarhafa er bent á að ekki hefur verið gengið frá pappírum varðandi þann hluta lóðarinnar
sem tekinn er úr lóð fyrir Iðndal 5, sbr. þinglýstar heimildir og þarf að bæta úr ósamræmi þar
um.

4. mál. Ása Árnadóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála og sólpall að Egilsgötu 11,
Vogum, skv. bréfi dags. 08.05.2002 og aðaluppdráttum Sigurðar Þorvarðarsonar,
byggingafræðings, dags. 27.05.2002.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 5. fundi nefndarinnar 30. maí sl.
Grenndarkynningartími er ekki liðinn en þeir sem grenndarkynningin náði til hafa
ritað samþykki sitt á uppdrætti.

Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
Einnig er sótt um leyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum skv. umsókn dags. 07.06.2002 og
meðfylgjandi uppdrætti dags. 24.04.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Vegna þess að uppsteypa undirstaðna hefur farið fram er umsækjandi áminntur um að ekki er
heimilt að hefja byggingarframkvæmdir fyrr en byggingarleyfi hefur verið veitt og skilyrðum
varðandi útgáfu þess fullnægt.

5. mál Valgerður Stefánsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Bergsstöðum,
Vatnsleysuströnd skv. aðaluppdráttum Rafns Kristjánssonar dags. 05.2002 og umsókn dags.
31.05.2002.
Frestað, afstöðumynd er ekki skv. þinglýstu lóðarblaði ennfremur er vísað til
athugasemdablaðs byggingarfulltrúa.

6. mál Magnús Ágústsson sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu að Halakoti,
Vatnsleysuströnd skv. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ dags. 24.06.2002 og umsókn dags.
25.06.2002.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag ætti að fara fram grenndarkynning í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Umsóknin yrði kynnt fyrir eigendum Sunnuhvols, Skipholts og Smáratúns.
Fyrir liggur samþykki þeirra með áritun á uppdrætti og er því fallið frá
grenndarkynningu.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

7. mál Erlingur Erlingsson f.h. Sænskra húsa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum
að Fagradal 5, Vogum skv. aðaluppdráttum Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 11.06.2002
og umsókn dags. 14.06.2002.
Breytingin felst í tilfærslu þvottahúss og baðherbergis, stækkun geymslu ásamt
breytingu á byggingarlýsingu þar sem ekki er um að ræða innfluttar húseiningar.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
8. mál. Árni J. Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hvammsdal 11,
Vogum, skv. umsókn dags. 14.06.2002 og Ársæls Vignissonar, dags. 27.06.2002.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

9. mál. Signý Þórisdóttir sækir um leyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum ásamt litlum
geymsluskúr á lóð að Heiðargerði 29B, Vogum, skv. umsókn dags. 18.06.2002 og
meðfylgjandi rissi.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda að sameiginlegri lóð.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Gengið skal frá skúr og girðingu tryggilega þannig
að ekki stafi fokhætta af.

10. mál Bjarni J. Jónsson kt. 191154-7549 sækir um viðurkenningu sem pípulagningameistari
í Vatnsleysustrandarhreppi, skv. umsókn dags. 28.05.2002.
Bjarni Bjarnason kt. 010962-4559 sækir um viðurkenningu sem húsasmíðameistari í
Vatnsleysustrandarhreppi, skv. umsókn dags. 27.06.2002.
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

11. mál. Bréf frá Ólafi Guðmundssyni v/hestaeigenda dags. 11.06.2002 varðandi losun á mold
í nálægð við hesthúsin. Hreppsnefnd visaði bréfinu til umsagnar nendarinnar.
Í bréfinu er vitnað til 9. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem segir m.a. “Bygging húsa og
annarra mannvirkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á
umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir.”
Í 9. gr segir jafnframt: “sbr. ákvæði 43. gr. þessara laga um veitingu byggingarleyfis og
ákvæði 27. gr. um veitingu framkvæmdaleyfis.”
27. grein laganna fjallar um framkvæmdir, sem á við í þessu tilfelli og segir þar: “Meiri háttar
framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyting lands með
jarðvegi eða efnistöku, skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á
umhverfisáhrifum þar sem það á við.”
Það er álitamál hvort að þessi tiltekna framkvæmd teljist meiri háttar og sé því
framkvæmdaleysisskyld.
Nefndin leggur til að ekki verði sett meira efni á staðinn og gengið verði frá svæðinu í samráði
við hagsmunaaðila.
Jafnframt verði fundinn staður þar sem hægt er að losa jarðefni í framtíðinni.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 45.

Getum við bætt efni síðunnar?