Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 27. ágúst 2002 kl. 18:00 - 21:15 Iðndal 2

8. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 27. ágúst kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Gunnar
Helgason, Hörður Harðarson og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál Kynning á tillögu að deiliskipulagi fyrir stækkun svínabúsins að Minni – Vatnsleysu,
Vatnsleysuströnd skv. bréfi dags. 30.07.2002 frá Línuhönnun verkfræðistofu og uppdrætti dags.
01.11.2001 og meðfylgjandi greinargerð dags. í júlí 2002 frá sama fyrirtæki.
Skv. Tölvupósti frá Línuhönnun dags. 26.08.2002 er óskað eftir því að erindið verði ekki tekið
til umfjöllunar að sinni. Orðið er við því.

2. mál Þórunn B. Jónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi að Höfðalandi 3,
Vatnsleysuströnd skv. umsókn mótt. 23.07.2002.
Um er að ræða smáhýsi af staðlaðri gerð frá Húsasmiðjunni 14,9 m² að grunnfleti skv.
meðfylgjandi upplýsingum. Staðsetning skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Frestað mál frá síðasta fundi þar sem byggingarfulltrúa var falið að afla upplýsinga hvernig
farið er með slík smáhýsi í öðrum sveitarfélögum áður en umsóknin yrði afgreidd.
Í svörum sem bárust kemur fram að sækja skuli um byggingarleyfi skv. kröfum
byggingarreglugerðar fyrir hús að þessari stærð en sumstaðar hafa verið settar reglur sem
kveða á um aðra málsmeðferð fyrir hús upp að 5 m² að grunnfleti.
Aðalskipulag er fyrir hendi en ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Skv. skipulags- og byggingarlögum er landið allt skipulagsskylt og skulu framkvæmdir vera í
samræmi við skipulagsáætlanir.
Skv. 3. tl. ákvæða til bráðabyrgða í skipulags- og byggingarlögum getur sveitarstjórn leyft
einstakar framkvæmdir án þess að fyrir liggi deiliskipulag að fengnum meðmælum
skipulagsstofnunar.
Nefndin leggur til að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni
þegar fyrir liggja tilskylin gögn í samræmi við leðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 1 og
ákvæði byggingarreglugerðar vegna umsóknar um byggingarleyfi.

3. mál Þórunn B. Jónsdóttir, f.h. Ástu Þórarinsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi í
landi Bergskots, Vatnsleysuströnd skv. umsókn mótt. 23.07.2002.
Um er að ræða smáhýsi af staðlaðri gerð frá Húsasmiðjunni 9,9 m² að grunnfleti skv.
meðfylgjandi upplýsingum.

Staðsetning yrði í grennd við gróðurræktun sem fer fram á landinu.
Frestað mál frá síðasta fundi þar sem byggingarfulltrúa var falið að afla upplýsinga hvernig
farið er með slík smáhýsi í öðrum sveitarfélögum áður en umsóknin yrði afgreidd.
Í svörum sem bárust kemur fram að sækja skuli um byggingarleyfi skv. kröfum
byggingarreglugerðar fyrir hús að þessari stærð en sumstaðar hafa verið settar reglur sem
kveða á um aðra málsmeðferð fyrir hús upp að 5 m² að grunnfleti.
Aðalskipulag er fyrir hendi en ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Skv. skipulags- og byggingarlögum er landið allt skipulagsskylt og skulu framkvæmdir vera í
samræmi við skipulagsáætlanir.
Skv. 3. tl. ákvæða til bráðabyrgða í skipulags- og byggingarlögum getur sveitarstjórn leyft
einstakar framkvæmdir án þess að fyrir liggi deiliskipulag að fengnum meðmælum
skipulagsstofnunar.
Nefndin leggur til að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni
þegar fyrir liggja tilskylin gögn í samræmi við leðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 1 og
ákvæði byggingarreglugerðar vegna umsóknar um byggingarleyfi.

4. mál Óskar Björnsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Mýrargötu 14,
Vogum skv. umsókn dags. 14.08.2002 og aðaluppdráttum ES Teiknistofunnar dags.
08.08.2002.
Samþykkt með fyrirvara um gildistöku breytts deiliskipulags sem heimilar byggingu 1 hæðar
húss á lóðinni. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

5. mál Eyþór Stefánsson og Guðrún M. Pétursdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir
einbýlishús að Marargötu 1, Vogum skv. umsókn dags. 23.08.2002 og
aðaluppdráttum ES Teiknistofunnar dags. 21.08.2002.
Gert er ráð fyrir að bílgeymsla verði notuð sem vinnustofa fyrir myndlist og að í staðinn fyrir
bílgeymsludyr verði settir gluggar, sem hægt verður að breyta í bílgeymsludyr.
Aðskilnaður íbúðar og vinnustofu er skv. kröfum um bílgeymslu.
Samþykkt með fyrirvara um gildistöku breytts deiliskipulags sem heimilar byggingu 1 hæðar
húss á lóðinni. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

6. mál. Sölvi Sturluson sækir um leyfi fyrir garðhúsi úr timbri með járnklæddu þaki 1,65m x
2,20m að grunnfleti, hæð 2,05m. á lóð að Heiðargerði 29D, Vogum skv. meðfylgjandi rissi.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda að sameiginlegri lóð.
Samþykkt, ganga skal tryggilega frá skúr þannig að ekki stafi fokhætta af.

7. mál. Árni Þór Hilmarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Mýrargötu 2,
Vogum, skv. umsókn dags. 27.08.2002 og aðaluppdráttum Teiknistofu Leifs Stefánssonar,
ódagssettum.
Samþykkt með fyrirvara um gildistöku breytts deiliskipulags sem heimilar byggingu 1 hæðar
húss á lóðinni og að gengið verði frá atriðum varðandi aðaluppdrætti í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

8. mál Júlía Gunnarsdóttir f.h. Helga Guðmundssonar sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum
að Vogagerði 17, Vogum, skv. umsókn dags. 27.08.2002 og meðfylgjandi rissi.
Um er að ræða breytingu á stofuglugga þannig að í stað eins lóðrétts pósts verða þrír með jöfnu
millibili og breytingu á borðstofuglugga þannig að í stað lárétts pósts verður einn lóðréttur sem
skiptir glugganum í tvennt.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
Gunnar Helgason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9. mál Skipulags- og byggingarnefnd setur sér eftirfarandi reglur um smáhýsi á lóðum:
1. Sækja skal um leyfi fyrir öllum smáhýsum.
2. Stærð má vera að hámarki 5 m² að grunnfleti og hæð fari ekki yfir 2.2 m.
3. Með umsókn skal fylgja afstöðumynd sem sýnir staðsetningu á lóð og fjarlægðir í
næstu hús.
4. Einungis er leyft eitt smáhýsi á hverri lóð.
5. Flóttaleið skal vera trygg út úr húsi.
6. Ganga skal tryggilega frá niðursetningu þannig að ekki stafi fokhætta af.
7. Samþykki nágranna skal liggja fyrir.
8. Um önnur hús skal sækja um byggingarleyfi skv. skipulags- og byggingarlögum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21 15.

Getum við bætt efni síðunnar?