Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 09. september 2002 kl. 18:00 - 20:15 Iðndal 2

9. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 9. september kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Jón Ingi Baldvinsson, varaformaður, Gísli Stefánsson, Gunnar Helgason, Hörður
Harðarson, Lúðvík Berg Bárðarson og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt
ritar fundargerð.

1. mál. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Vatnsleysustrandarhrepps skv.
tillöguuppdrætti Landslags ehf. dags. 09.09.2002. Breytingin felst í því að afmarkað
og skilgreint er svæði fyrir frístundabyggð í Hvassahrauni en á gildandi aðalskipulagi
er landnotkun ekki skilgreind á þessu svæði.
Tillagan er samþykkt og henni vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.
Það er mat nefndarinnar að breytingin sé óveruleg og því ekki ástæða til að fara með
hana skv. 17. og 18. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br. heldur skuli fara með hana skv. 21.
gr. laganna.

Lúðvík Berg Bárðarson víkur af fundi við afgreiðslu mála 2 og 3.

2. mál Halldór Ármansson, f.h. Bentínu Jónsdóttur sækir um leyfi til að setja upp
myndbandaleigu í bílgeymslu heimilis síns að Aragerði 16, skv. umsókn dags. 30.07.2002 og
meðfylgjandi rissi.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 7. fundi nefndarinnar 30. júlí sl.
Athugasemdir hafa borist frá eigendum eftirfarandi fasteigna:
Aragerðis 17 með bréfi dags. 26.08.2002 þar sem gerð er athugasemd vegna aukinnar
umferðar um götuna, sem starfsemin leiðir af sér.
Í bréfinu er auk þess lagt til að Aragerðið verði gert að einstefnuakstursgötu og að
bannað verði að leggja bílum nema annarsvegar í götunni.
Aragerðis 11 með bréfi dags. 27.08.2002 þar sem gerðar eru athugasemdir vegna
aukinnar umferðar ásamt ónæði og slysahættu sem af henni hlýst og skorti á
bílastæðum.
Í bréfinu koma ennfremur fram ýmis skilyrði sem bréfritari telur að þurfi að setja
verði veitt leyfi fyrir starfsseninni.
Aragerðis 14 með bréfi ódags. en mótteknu 30.08.2002 þar sem gerðar eru
athugasemdir vegna aukinnar umferðar, aukinnar slysahættu og skorts á bílastæðum.
Í bréfinu er einnig velt upp nokkrum spurningum varðandi þann rekstur sem fram fer
án tilskilinna leyfa.
Hörður Harðarson samþykkir umsóknina með því skilyrði að séð verði fyrir
nægjanlegum fjölda bílastæða á lóð í samræmi við 64. gr. byggingarreglugerðar nr.
441/1998 þ.e.a.s. tvö stæði fyrir íbúð og eitt fyrir hverja 35 fermetra
þjónustuhúsnæðis.

Jón Ingi Baldvinsson og Gísli Stefánsson hafna umsókninni, starfsemin samrýmist
ekki íbúðabyggð s.b.r. gr. 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1988. M.a. vegna ónæðis
af umferð sem fylgir þjónustustarfssemi af þessu tagi og skorts á bílastæðum.
Gunnar Helgason hafnar umsókninni á grundvelli athugasemda sem fram koma í
svörum við grenndarkynningu.
Umsókninni er hafnað með þremur atkvæðum gegn einu.
Sú starfsemi sem þegar er hafin er án leyfis og beinir skipulags- og byggingarnefnd
því til umsækjanda að hætta henni þegar í stað.

3. mál Guðmundur Sigurðsson sækir um leyfi til að starfrækja rafverkstæði í bílageymslu
heimilis síns að Aragerði 13, skv. umsókn dags. 30.07.2002.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 7. fundi nefndarinnar 30. júlí sl.
Athugasemdir hafa borist frá eiganda eftirfarandi fasteignar:
Aragerðis 17 með bréfi dags. 26.08.2002 þar sem gerð er athugasemd vegna aukinnar
umferðar um götuna, sem starfsemin leiðir af sér.
Í bréfinu er auk þess lagt til að Aragerðið verði gert að einstefnuakstursgötu og að
bannað verði að leggja bílum nema annarsvegar í götunni.
Samþykkt með því skilyrði að séð verði fyrir nægjanlegum fjölda bílastæða á lóð í
samræmi við 64. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 þ.e.a.s. tvö stæði fyrir íbúð
og eitt fyrir hverja 35 fermetra þjónustuhúsnæðis. Starfsemin samrýmist íbúðabyggð
s.b.r. gr. 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1988. Starfssemi af þessari gerð sem ekki
dregur til sín umferð utanaðkomandi aðila að neinu marki ætti ekki að leiða til
aukinnar umferðar og ónæðis fyrir íbúa í nágrenninu.
Bent er á að Vinnueftirlit ríkisins þarf að taka út húsnæðið áður en starfsemin hefst.

4. mál Elísabet Haraldsdóttir er með fyrirspurn dags. 05.09.02 um byggingu einbýlishúss að
Hólagötu 1A, Vogum, skv. fyrirspurnaruppdráttum Sveins Ívarssonar, dags. 05.09.02.
Frávik frá skipulgasskilmálum er að vesturgafl hússins fer 115 cm út fyrir byggingareit en skv.
skipulagi er ekki gert ráð fyrir lóðum vestanmegin við þessa lóð.
Tekið er jákvætt í erindið. Vísað er til endanlegrar yfirferðar byggingarfulltrúa og
eldvarnareftirlits varðandi frágang teikninga.
Komi til þess að skipulagi verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir lóð að vestanverðu þarf að
ákvarða byggingarreit þeirrar lóðar m.t.t. fjarlægðar í þetta hús.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20 15.

Getum við bætt efni síðunnar?