Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 24. september 2002 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

10. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 24. september kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Gunnar
Helgason, Hörður Harðarson og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál Tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brekkugötu,
Hvammsgötu, Leirdal og Hvammsdal, dags. 24.09.2002.
Breytingin felst í því að í stað 14 íbúða í 4 raðhúsalengjum er nú gert ráð fyrir 10
íbúðum í 5 parhúsum.
Tillagan er samþykkt og er henni vísað til frekari afgreiðslu hreppsnefndar. Leggja
þarf kvöð á þær lóðir sem skólplögn yfir í Brekkugötu þarf að liggja um við
lóðarblaðagerð.
2. mál. Ragnhildur Sigmundsdóttir f.h. leikskólans Suðurvalla sækir um leyfi fyrir
leikfangaskúr á lóð leikskólans skv. lóðaruppdrætti Auðar Sveinsdóttur
landslagsarkitekts og umsókn dags. 18.09.2002 ásamt meðfylgjandi útlitsmyndum og
byggingarlýsingu.
Samþykkt, með fyrirvara um að fullgildir aðaluppdrættir verði gerðir skv. kröfum
byggingarreglugerðar. Áður en framkvæmdir hefjast skulu byggingarstjóri og
húsasmíðameistari hafa áritað tilheyrandi skjöl um ábyrgð sína.
Byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu skv. fyrrgreindu.

3. mál. Jón Gunnarsson f.h. Sæbýlis hf sækir um leyfi til að setja upp súrefnistank
vegna fiskeldis við eldisstöð fyrirtækisins við Vogavík skv. umsókn dags. 20.09.2002
og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Frágangur sé í samræmi við kröfur vinnueftirlits
ríkisins.

4. mál Jón Guðmundsson f.h.Búmanna byggingarfélags sækir um heimild til að
hefja framkvæmdir við jarðvinnu vegna parhúsa við Hvammsgötu 2-20 skv.
meðfylgjandi afstöðumynd dags. 23.09.2002.
Samþykkt er að veita heimild til að hefja jarðvinnu. Færa þarf skólplögn sem liggur yfir svæðið
og yfir í Brekkugötu, hafa þarf samráð um það við sveitarfélagið.

5. mál Grétar Sveinsson kt. 260842-4719 sækir um viðurkenningu sem húsasmíðameistari í
Vatnsleysustrandarhreppi, skv. umsókn dags. 13.09.2002 ásamt staðfestingu um viðurkenningu
og verkefnaskrá frá byggingarfulltrúanum í Hafnarfirði.
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

6. mál Elísabet Haraldsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúss að Hólagötu 1A,
Vogum, skv. aðaluppdráttum Sveins Ívarssonar, dags. 05.09.2002.
Frávik frá skipulgasskilmálum er að vesturgafl hússins fer 115 cm út fyrir byggingareit en skv.
skipulagi er ekki gert ráð fyrir lóðum vestanmegin við þessa lóð.
Komi til þess að skipulagi verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir lóð að vestanverðu þarf að
ákvarða byggingarreit þeirrar lóðar m.t.t. fjarlægðar í þetta hús.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

7. mál Sigrún Óladóttir f.h. lóðarhafa er með fyrirspurn dags. 24.09.2002 um byggingu
parhúss að Brekkugötu 23, Vogum, skv. fyrirspurnaruppdráttum, dags. 24.09.2002.
Tekið er jákvætt í erindið. Ljóst er að ýmislegt varðandi bygginguna þarfnast nánari athugunar,
byggingarfulltrúa falið að fara yfir það.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20 00.

Getum við bætt efni síðunnar?