Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 29. október 2002 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

11. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 29. október kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Hörður Harðarson og
Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir 1. áfanga breikkunar
Reykjanesbrautar, skv. bréfi dags. 21.10.2002.
Skv. tölvupósti dags. 29.10.2002 óskar Vegagerðin eftir að afgreiðslu málsins verði
frestað, orðið er við því.

2. mál. Jón Gunnarsson f.h. Sæbýlis hf sækir um byggingarleyfi fyrir skýli yfir
fiskeldisker hjá Sæbýli í Vogum skv. umsókn dags. 25.10.2002 og uppdráttum
Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 23.10.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

3. mál. Jón Gunnarsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Akurgerði 13
Vogum skv. umsókn dags. 25.10.2002 og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf dags.
23.10.2002.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Akurgerðis 11 og Vogagerðis 24 og 26.

4. mál Sigrún Óladóttir f.h. Jóns Péturs Líndal sækir um byggingarleyfi fyrir parhús
að Brekkugötu 23 og 25, Vogum skv. umsókn dags. 29.10.2002 og aðaluppdráttum
dags. 28.10.2002.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Brekkugötu 21 og Suðurgötu 8 og 10.

5. mál B.S. Skrauthamrar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að
Akurgerði 6, Vogum skv. umsókn dags. 28.10.2002 og aðaluppdráttum T11
Teiknistofunnar dags. 21.10.2002.
Um er að ræða frávik skv. tillögu að deiliskipulagi af svæðinu sem ekki hefur verið
staðfest. Frávik er að nýtingarhlutfall verður 0,33 í stað 0,3.

Útbyggður gluggi í stofu, sem snýr að Akurgerði 8, gengur út fyrir byggingarreit, það
hefur ekki áhrif gagnvart næsta húsi þar sem lágmarksfjarlægðum á milli húsa er
fullnægt.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Akurgerðis 1, 1A, 3, 5 og 8 og Garðhúsa.

6. mál Daniel Sigurðsson sækir um samþykki fyrir reyndarteikningum að Hafnargötu 15,
Vogum, skv. umsókn dags. 25.10.2002 og aðaluppdráttum Verkfræðistofu Njarðvíkur dags.
25.10.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.

7. mál Breyttir aðaluppdrættir einbýlishússins að Hvammsgötu 3, Vogum skv. breyttum
aðaluppdráttum Hugverks hönnunarþjónustu, breytingardags. 28.09.2002.
Breytingin felst í því að brunaskil milli íbúðar og bílgeymslu verða í lofti í stað veggjar sem
gengur heill upp í þak. Á þaki verður stálklæðning.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.

8. mál Breyttir aðaluppdrættir einbýlishússins að Marargötu 1, Vogum skv. breyttum
aðaluppdráttum es teiknistofunnar, breytingardags. 17.10.2002.
Breytingin felst í því að brunavarnarhurð færist milli íbúðar og geymslu og brunavarnarveggur
verður á milli íbúðar og geymslu.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.

9. mál Smári Baldursson er með fyrirspurn mótt. 14.10.2002 um byggingu
einbýlishúss að Akurgerði 11, Vogum skv. greinargerð dags. 7.10.2002 og
tillöguteikningum teiknistofunnar Kvarða.
Um er að ræða timburhús sem byggt er 1988 og yrði flutt á lóðina og gerðar á því
breytingar á staðnum.
Tekið er jákvætt í erindið enda verði fylgt kröfum byggingarreglugerðar sem gildir í
dag. Litið verður á byggingu hússins sem um nýbyggingu sé að ræða á þessum stað.
Ekki verður heimilt að flytja húsið á lóðina fyrr en byggingarleyfi hefur verið gefið
út.
Bent er á að áður en umsókn um byggingarleyfi verður afgreidd í byggingarnefnd
þarf að fara fram grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 þar
sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag.

10. mál Skilti sem reist hafa verið án samþykkis byggingarnefndar.
Byggingarnefnd áréttar að sækja þarf um leyfi fyrir uppsetningu skilta sbr. 72. gr.
byggingareglugerðar nr. 441/1998 og að byggingarnefnd getur látið fjarlægja skilti
sem reist hafa verið án leyfis sbr. 209. gr. sömu reglugerðar.
Byggingarfulltrúa er falið að rita viðkomandi bréf vegna skilta þeirra og gera grein
fyrir ákvæðum greina 72 og 209 í byggingareglugerð.

11. mál B.S. Skrauthamrar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að
Iðndal 4, Vogum skv. umsókn dags. 28.10.2002 og aðaluppdráttum T11
Teiknistofunnar dags. 28.10.2002.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits og vinnueftirlits. Skilgreina
þarf fyrirhugaða starfsemi í byggingunni.
Nýtingarhlutfall verður 0,32 en er 0,3 skv. gildandi skipulagi. Í ljósi þess að bygging
sú sem sótt er um er á grunni sem þegar er til staðar á lóðinni er leyft hærra
nýtingarhlutfall.

Sigurður H. Valtýsson víkur af fundi við afgreiðslu 12. máls.
12. mál Bréf Sæmundar Á. Þórðarsonar, dags. 27.10.2002 varðandi breikkun
Reykjanesbrautar og byggingu mislægra gatnamóta í landi hans. Í bréfinu koma fram
ábendingar í þremur liðum varðandi tengivegi, nýja og núverandi.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þessar ábendingar og ákveður að senda
Vegagerðinni afrit af bréfinu og beinir því jafnframt til hennar að taka tillit til þeirra.
Bent er á það að fyrirhugaðar framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar og
bygging mislægra gatnamóta krefst breytingar á aðalskipulagi
Vatnsleysustrandarhrepps og ekki verður hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en að
undangenginni breytingu á því.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20 30.

Getum við bætt efni síðunnar?