Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 08. nóvember 2002 kl. 15:00 - 16:45 Iðndal 2

12. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
föstudaginn 8. nóvember kl.: 15 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Lúðvík Berg Bárðarson
Hörður Harðarson, Gunnar Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem
jafnframt ritar fundargerð.

1. mál. Tillögur að breyttu aðalskipulagi Vatnsleysustrandarhrepps skv.
tillöguuppdráttum Landslags ehf. dags. 07.11.2002. Breytingin felst í því að sýnd er
efnisnáma í Kúagerði, gert verði ráð fyrir mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut
við Vatnsleysustrandarveg, Vogabraut og Grindavíkurveg og undirgöngum milli
vegamóta Vogabrautar og Grindavíkurvegar fyrir ríðandi og gangandi umferð ásamt
breyttri legu Vatnsleysustrandarvegar og Höskuldarvallavegar.
Efnisnáman er ekki sýnd á núgildandi aðalskipulagi þar sem efnisnámur voru almennt
ekki sýndar á aðalskipulagi á þeim tíma sem það var gert.
Tillögurnar eru samþykktar og þeim vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.
Það er mat nefndarinnar að breytingin vegna efnisnámu sé óveruleg og því ekki
ástæða til að fara með tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br. heldur
nægi að fara með hana skv. 2. mgr. 21. gr. laganna.
Varðandi aðrar breytingar er það mat nefndarinnar að þær séu verulegar og skuli því
fara með þær skv. . mgr. 21. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br.

2. mál. Erindi frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 30.10.2002 þar
sem óskað er eftir að byggingarnefnd lýsi viðhorfum sínum til kæru vegna synjunar
byggingarnefndar um að setja upp myndbandaleigu í bílgeymslu að Aragerði 16.
Mat meirihluta nefndarinnr var að rekstur myndbandaleigu ylli slíku ónæði og
aukinni umferð í gróinni íbúðargötu, sem auk þess þjónar nær eingöngu íbúum
viðkomandi götu, að það samræmdist ekki 4.2 gr. skipulagsreglugerðar nr. 400/1998
um að atvinnustarfsemi sem leyfð er í íbúðabyggð skuli valinn staður þannig að hún
valdi hvorki hættu né óþægindum vegna umferðar eða annars ónæðis. Einnig þótti
ljóst að ekki væri séð fyrir nægjanlegum fjölda bílastæða sbr. 64. gr.
byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Einnig lá fyrir neikvæð afstaða þeirra sem tjáðu
sig í grenndarkynningu og þótti ekki hægt að líta fram hjá því.
Varðandi umsókn um starfrækslu rafverkstæðis við sömu götu, sem fjallað var um á
sama fundi, var það mat nefndarinnar að sú starfsemi samrýmdist íbúðabyggð þar
sem hún ylli ekki þeim óþægindum sem myndbandaleiga gerði þar sem eðli
starfseminnar væri allt annað.

Umsóknin um rafverkstæðið snéri að rafvirkjameistara, sem til að stunda iðngrein
sína, þurfti að fá verktakaleyfi Löggildingarstofu til að starfa sem löggildur
rafvirkjameistari.
Löggildingarstofa gerir ákveðnar kröfur til aðstöðu sem þarf að vera til staðar áður en
verktakaleyfi er veitt. Aðstaða sem menn þurfa að hafa til þessarar starfsemi er ekki
að draga til sín utanaðkomandi umferð að neinu marki og ætti því ekki að valda
óþægindum fyrir íbúa götunnar. Vinna manna við slíka starfsemi fer auk þess að
jafnaði fram fjarri verkstæðisstað og viðskiptavinirnir eiga yfirleitt ekki erindi á
verkstæðið.
Myndbandaleiga sú sem vísað er til og var rekin til skamms tíma í bílgeymslu við
íbúðarhús annars staðar í byggðarlaginu er ekki hægt að leggja að jöfnu. Þar eru
aðstæður allt aðrar, það hús stendur nokkuð út af fyrir sig og er við fjölfarnari
umferðargötu sem þjónar stærra svæði. Auk þess voru þar næg bílastæði.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16 45.

Getum við bætt efni síðunnar?