Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

14. fundur 06. desember 2002 kl. 16:00 Iðndal 2

14. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
föstudaginn 6. desember kl.: 16 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Jón Ingi Baldvinsson varaformaður, Davíð Helgason, Hörður Harðarson, Gunnar
Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Vatnsleysustrandarhrepps skv.
tillöguuppdrætti Landslags ehf. dags. 23.09.2002. Breytingin felst í því að afmarkað
og skilgreint er svæði fyrir frístundabyggð í Hvassahrauni ásamt því að gert er ráð
fyrir mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut austan Hvassahrauns.
Tillagan hefur verið auglýst og er frestur til að gera athugasemdir liðinn. Engar
athugasemdir hafa borist.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að það verði skilgreint í skýringartexta
skipulagsbreytingarinnar að aðkoma að iðnaðarsvæði í Hvassahrauni verði um
mislægu gatnamótin í Hvassahrauni.
Tillögunni ásamt breytingu er vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.

2. mál. Tillaga Landslags ehf. að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð á landi Styrktarfélags
vangefinna í Hvassahrauni skv. uppdrætti dags. 15.09.2002 og meðfylgjandi greinargerð.
Tillagan hefur verið auglýst og er frestur til að gera athugasemdir liðinn.
Athugasemdir hafa borist frá Náttúruvernd ríkisins skv. bréfi dags. 28.11.2002.
Náttúruvernd ríkisins telur að deiliskipulagsuppdrátturinn gefi ekki nægilega skýra mynd af
svæðinu og skipulagi innan þess og bendir á þrjú atriði í því sambandi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á það að höfundur tillögunnar lagfæri ónákvæmni
í uppdrætti við endanlega gerð hans. Jafnframt að farið verði yfir það að aðgengi almennings
um fjöruna sé tryggt og athuguð verði lega göngustíga í því tilliti.
Náttúruvernd ríkisins ítrekar að aðgengi almennings að ströndinni verði tryggt og telur að í því
skyni sé eðlilegt að miða við að lóðarmörk verði að jafnaði 50 m frá sjó og bústaðir a.m.k. 10
m þar fyrir innan.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að skv. skipulagsskilmálum er aðgengi almennings að
ströndinni tryggt, skipulagshöfundur skal samt sem áður fara ofan í það hvort aðgengi sé
nægjanlega tryggt. Bent er á það að á svæðinu eru í gildi gamlir lóðasamningar sem skipulagið
tekur mið af og því óhægt um vik að skilgreina lóðarmörk 50 m frá sjó. Byggingareitir eru
skilgreindir 50 m frá sjó og því ekki heimilaðar byggingar nær sjó en 50 m. Nefndin telur að
þetta tryggi nægjanlega aðgengi almennings að ströndinni.
Náttúruvernd ríkisins telur að í ljósi þess að byggja megi hús sem er allt að 120 m² að
grunnfleti aukist líkur á því að heilsársbúseta myndist á svæðinu og til slíkrar byggðar þurfi að
gera aðrar kröfur varðandi umhverfismál en almennt þarf að gera til frístundabyggðar.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki er gert ráð fyrir heilsársbúsetu á svæðinu þar
sem ekki er gert ráð fyrir því á svæðum fyrir frístundabyggð sbr. skipulagsreglugerð. Í ljósi
þess telur nefndin það ekki skipta máli þó byggja megi rúmt og að það muni ekki breyta ásýnd
hraunsins verulega. Nefndin leggur þó til að mænishæð verði að hámarki 5 m og að eingöngu
verði leyft að byggja einnar hæða hús með svefnlofti sbr. skipulagsskilmála.
Náttúruvernd ríkisins bendir á að rétt væri að ræktun gróðurs á landinu miðist við að raska ekki
ásýnd hraunsins og því rétt að nota íslenskan gróður sem fer vel í hrauninu, s.s. birki.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þetta en bendir jafnframt á að skipulagsskilmálar
gera ráð fyrir að fyrst og fremst verið notaður íslenskur trjá- og runnagróður,
skipulagshöfundur fari samt sem áður nánar yfir þetta atriði.
Náttúruvernd ríkisins telur að almenningsbílastæði séu ekki nægjanlega mörg.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir að gert er ráð fyrir 19 bílastæðum sem að hennar mati
ætti að nægja, skipulagshöfundur fari samt sem áður nánar yfir þetta atriði.
Tillögunni ásamt ahugasemdum og breytingum þeim tengdum er vísað til afgreiðslu
hreppsnefndar.

3. mál. Tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brekkugötu,
Hvammsgötu, Leirdal og Hvammsdal, dags. 24.09.2002.
Breytingin felst í því að í stað 14 íbúða í 4 raðhúsalengjum er nú gert ráð fyrir 10
íbúðum í 5 parhúsum.
Tillagan hefur verið auglýst og er frestur til að gera athugasemdir liðinn. Engar
athugasemdir hafa borist.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna og vísar henni
til afgreiðslu hreppsnefndar.

4. mál. Jón Gunnarsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Akurgerði 13
Vogum skv. umsókn dags. 25.10.2002 og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags.
23.10.2002.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á fundi nefndarinnar 29. október sl. Engar
athugasemdir hafa borist.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

5. mál. Sigrún Óladóttir f.h. Jóns Péturs Líndal sækir um byggingarleyfi fyrir parhús
að Brekkugötu 23 og 25, Vogum skv. umsókn dags. 29.10.2002 og aðaluppdráttum
dags. 28.10.2002.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á fundi nefndarinnar 29. október sl. Engar
athugasemdir hafa borist.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

6. mál. B.S. Skrauthamrar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að
Akurgerði 6, Vogum skv. umsókn dags. 28.10.2002 og aðaluppdráttum T11
Teiknistofunnar dags. 21.10.2002.
Um er að ræða frávik skv. tillögu að deiliskipulagi af svæðinu sem ekki hefur verið
staðfest. Frávik er að nýtingarhlutfall verður 0,33 í stað 0,3.
Útbyggður gluggi í stofu, sem snýr að Akurgerði 8, gengur út fyrir byggingarreit, það
hefur ekki áhrif gagnvart næsta húsi þar sem lágmarksfjarlægðum á milli húsa er
fullnægt.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á fundi nefndarinnar 29. október sl.
Athugasemdir hafa borist frá eiganda Garðhúsa þar sem hann segir: “Vegna
eyðileggingar á landi varðandi útsýni að og við eldri húsin nú þegar samþykki ég
ekki byggingu á þessari lóð.”
Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á þetta sjónarmið þar sem gert hefur verið
ráð fyrir í langan tíma að þarna yrði byggt, sbr. aðalskipulag. Auk þess voru engar
athugasemdir gerðar við það að þarna yrði byggt þegar tillaga að deiliskipulagi var
auglýst á sínum tíma.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

7. mál. Eðalhús ehf. f.h. Búmanna sækir um byggingarleyfi fyrir parhús að Hvammsgötu 2-4,
6-8, 10-12, 14-16 og 18-20, Vogum, skv. umsókn dags. 08.11.2002 og aðaluppdráttum Jóns
Guðmundssonar arkitekts, dags. 30.10.2002.
Samþykkt með fyrirvara um gildistöku breytts deiliskipulags af svæðinu.
Samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17 15.

Getum við bætt efni síðunnar?