Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 13. janúar 2003 kl. 17:00 - 17:15 Iðndal 2

1. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 13. janúar kl.: 17 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson , Hörður Harðarson,
Gunnar Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.
Formaður ber upp tillögu um að taka til afgreiðslu á fundinum umsókn Vegagerðarinnar um
framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar þar sem hún var ekki á fundarboði.
Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

1. mál. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Vatnsleysustrandarhrepps skv.
tillöguuppdrætti Landslags ehf. dags. 07.11.2002. Breytingin felst í því að gert verði
ráð fyrir mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut við Vatnsleysustrandarveg,
Vogabraut og Grindavíkurveg og undirgöngum milli vegamóta Vogabrautar og
Grindavíkurvegar fyrir ríðandi og gangandi umferð ásamt breyttri legu
Vatnsleysustrandarvegar og Höskuldarvallavegar.
Tillagan hefur verið auglýst og er frestur til að gera athugasemdir liðinn. Engar
athugasemdir hafa borist.
Tillagan er samþykkt og er vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.

2. mál Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir 1. áfanga breikkunar
Reykjanesbrautar, skv. bréfi dags. 10.01.2003 og sbr. skýrslu um mat á
umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar.
Um er að ræða vinnu við nýja akbraut Reykjanesbrautar og þar með vinnu í námum
við Kúagerði.
Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum.
Umsóknin er samþykkt og er vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.
Að gefnu tilefni er á það minnt að óheimilt er að hefja framvæmdir áður en
framkvæmdarleyfi er veitt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17 15.

Getum við bætt efni síðunnar?