Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 28. janúar 2003 kl. 18:00 - 19:15 Iðndal 2

2. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 28. janúar kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson, Gunnar Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar
fundargerð.

Gunnar Helgason víkur af fundinum við afgreiðslu 1. máls.
1. mál. Bréf Eignakaupa ehf. vegna skiltis að Ægisgötu 43, Vogum, dags.
09.12.2002. Í bréfinu er ítrekuð ósk um að leyfa skilti það sem sótt var um og hafnað
af skipulags- og byggingarnefnd 26.11.2002. Að öðrum kosti er sótt um tímabundið
leyfi fyrir skiltinu á meðan því er fundinn annar staður í Vogum.
Leyfi fyrir skiltinu er hafnað með sömu rökum og fyrr. Ekkert hefur breyst sem gefur
tilefni til að leyfa skiltið.
Varðandi það fordæmi fyrir skiltum frá öðrum fasteignasölum sem talað er um
bréfinu er þeim ekki saman að jafna þar sem þar er verið að auglýsa viðkomandi
fasteignir til sölu með þeim skiltum.
Varðandi ósk um tímabundið leyfi er því hafnað, veittur er frestur til 28. febrúar nk.
til að fjarlægja skiltið.

2. mál Sigurður Gunnar Ragnarsson og Íris Gunnarsdóttir sækja um leyfi til að
járnklæða og einangra sólstofuþak að Heiðargerði 29d, Vogum, skv. umsókn dags.
13.01.2003 og meðfylgjandi rissi af frágangi. Með fylgir samþykki meðeiganda
hússins, að Heiðargerði 29c.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

3. mál Sparri ehf. f.h. Einars J. Benediktssonar, sækir um leyfi fyrir breytingum að
Fagradal 9, Vogum. Breytingin felst í því að húsið verður staðbyggt timburhús og
gólf bílgeymslu verður lækkað.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997. Fyrirvari er gerður við samþykktina um að
leggja skuli inn nýja aðaluppdrætti vegna breytingarinnar. Byggingarfulltrúa falið að
ganga frá málinu þegar þeir koma.

4. mál Bjarni H. Kristinsson kt. 030547-2099 sækir um viðurkenningu sem
pípulagningarameistari í Vatnsleysustrandarhreppi, skv. umsókn dags. 17.12.2002. Með
umsókninni fylgir staðfesting um viðurkenningu og verkefnaskrá frá byggingarfulltrúa
sveitarfélagsins Ölfuss

Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

5. mál Jóhanna Símonardóttir og Vigdís Pálsdóttir eru með fyrirspurn, skv. bréfi
dags. 11.01.2003, vegna byggingarleyfis fyrir frístundahús á sumarbústaðalóð í
Breiðagerði.
Tekið er jákvætt í erindið. Ekki ætti að vera nein fyrirstaða fyrir veitingu
byggingarleyfis að uppfylltum ákvæðum laga og reglugerða. Þinglýsa þarf lóðinni
sem einni lóð áður en byggingarleyfi er veitt.

6. mál Geir Hilmar Oddgeirsson og Freyr Oddgeirsson sækja um leyfi til að byggja
trésmíðaverkstæði að Litlabæ, Vatnsleysuströnd skv. umsókn dags. 27.01.2003 og
aðaluppdráttum STUDIO GRANDA dags. janúar 2003.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir landeiganda og eigendum Bakka.
Lagfæra skal aðaluppdrætti í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og
eldvarnareftirlits áður en grenndarkynning fer fram.

7. mál Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 13.12.2002, til lóðarhafa vegna
húsbyggingar að Hraunholti 1, Vogum sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar það sem fram kemur í bréfinu að sækja skuli
um leyfi fyrir byggingunni með nauðsynlegum hönnunargögnum.
Sækja skal um leyfið nú þegar til að hægt sé að fjalla um umsóknina á næsta fundi
nefndarinnar svo ekki þurfi að koma til harðari aðgerða vegna byggingarinnar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 15.

Getum við bætt efni síðunnar?