Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 25. febrúar 2003 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

3. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 25. febrúar kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson, Ivan Kay Frandsen, og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi. Sigurður H.
Valtýsson fyrrverandi byggingafulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál. Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir sækja um byggingarleyfi fyrir
einbýlishúss að Mýrargötu 16, Vogum, skv. umsókn dags. 14.02.2003 og
aðaluppdráttum Runólfs Þ. Sigurðssonar, dags. 15.02.2003.
Frávik frá skipulagsskilmálum er að suðurgafl hússins fer um 50 cm út fyrir byggingareit.
Skv. skipulagi er ekki gert ráð fyrir lóðum sem liggja að lóðinni sunnanvert og því hægt að
heimila þetta frávik.
Komi til þess að skipulagi verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir lóð að sunnanverðu þarf
að ákvarða byggingarreit þeirrar lóðar m.t.t. fjarlægðar í þetta hús.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

2. mál Reykjabraut ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúss að Marargötu 2,
Vogum, skv. umsókn dags. 24. 02 2003 og aðaluppdráttum Hauks Viktorssonar, dags.
10.02.2003.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

3. mál Reykjabraut ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúss að Marargötu 4,
Vogum, skv. umsókn dags. 24.02.2003 og aðaluppdráttum Hauks Viktorssonar, dags.
10.02.2003.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

4. mál Geir Hilmar Oddgeirsson og Freyr Oddgeirsson sækja um leyfi til að byggja
trésmíðaverkstæði að Litlabæ, Vatnsleysuströnd skv. umsókn dags. 27.01.2003 og
aðaluppdráttum STUDIO GRANDA dags. janúar 2003.
Afgreiðslu frestað þar sem grenndarkynningu er ekki lokið.

5. mál Jón Gunnarsson f.h. Sæbýlis hf sækir um byggingarleyfi fyrir dæluhús hjá
Sæbýli í Vogum skv. umsókn dags. 21.02.2003 og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf.
dags. 19.02.2003.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

6. mál Amporn Meelarp sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Brekkugötu 10
Vogum skv. umsókn dags. 24.02.03 og frumdrögum að uppdráttum Teiknisstofunnar
Torgið dags. 24.02.03.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997. Fyrirvari er þó gerður við samþykktina um
að leggja skuli inn fullgerða aðaluppdrætti fyrir bygginguna
Byggingafulltrúa er falið að afgreiða leyfið þegar þeir hafa borist.
Vakin er athygli á því að húsbyggjandi þarf að leysa á sinn kostnað að koma
frárennsli hússins í götulögn.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

7. mál Bréf Jarðlindar ehf. dags. 25.02.2003 þar sem óskað er eftir leyfi til efnistöku
við enda Oddafells, enda Rauðhóls og í Eldborg og að gerð verði breyting á
aðalskipulagi sveitarfélagsins þannig að gert verði ráð fyrir efnistökusvæðum á
viðkomandi stöðum skv. loftmynd og uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja, dags.
25.02.2003.
Afgreiðslu erindisins er frestað og byggingarfulltrúa falið að kanna með málsmeðferð
hjá Skipulagsstofnun og afla frekari upplýsinga varðandi efnistökuna.
Vakin er athygli á því að vegur sá sem er nefndur Trölladyngjuvegur á uppdrætti
heitir Höskuldarvallavegur. Einnig er vakin athygli á víxlun örnefna.

7. mál
8. mál

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 30.

Getum við bætt efni síðunnar?