Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 25. mars 2003 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

4. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 25. mars kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál. Gustur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Mýrargötu 11,
Vogum,samkvæmt umsókn dags. 13.03.03 og aðaluppdráttum frá Teiknistofan Torgið
dags.24.03.2003.
Frávik frá skipulagsskilmálum er að norðuausturgaafl bílskúrs fer lítillega út fyrir byggingareit.
Skv. skipulagi er ekki gert ráð fyrir lóðum sem liggja að lóðinni norðanvert og því hægt að
heimila þetta frávik.
Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
2. mál. Hólagata ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hólagötu 2a,
Vogum samkvæmt umsókn dags. 18.03.2003 og uppdráttum eftir Harald Árnason
dags. 2. mars 2003
Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits
3. mál Sigurður Ágústsson 100755-4919 sækir um leyfi til að breyta gluggum á Akurgerði 5
samkvæmt beyttri teikningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja dagsettri 27.02.2003
og Teiknistofunni Örk 03.03.2003
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
4. mál Geir Hilmar Oddgeirsson og Freyr Oddgeirsson sækja um leyfi til að byggja
trésmíðaverkstæði að Litlabæ, Vatnsleysuströnd skv. umsókn dags. 27.01.2003 og
aðaluppdráttum Studio Granda dags. janúar 2003.
Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags.7. mars þar sem tilkynnt er að ráðuneytið
áformi að gera framseljanlegan lóðarleigusamning á u.þ.b. 2,2 ha spildu til 50 ára
við bræðurna Geir og Frey Oddgeirssyni til 50 ára. Óskað er samþykki
Vatnsleysustrandarhrepps á því áformi. Það erindi var afgreitt í jarðanefnd
23.03.2003
Umsókn um byggingarleyfi hefur farið í grenndarkynningu og er samþykkt.
Samræmist lögum nr. 73/1997.

5. mál Bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 28. febrúar 2003 varðar borun á
rannsóknarholu á háhitasvæði við Trölladyngju á Reykjanesi, þar sem óskað er álits
Vatnsleysustrandarhrepps í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 á því hvort
ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tillliti til 3.
viðauka í lögunum. Meðfylgjandi bréfinu eru greinagerðir frá VSO ráðgjöf og
Hitaveitu Suðurnesja og Orkustofnun um staðsetningu Borholunnar. Í greinargerð
VSÓ og Hitaveitu Suðurnesja kemur fram að staðsetning borholu sé á svæði sem er á
svæðisskipulagi Suðurnesja 1987-2007 á náttúrumynjaskrá og liggi í útjaðri
Reykjanesfólkvangs. Reykjanesfólkvangur er friðlýst svæði til útivistar og
almenningsnota. En samkvæmt auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi stj. B nr.
520/1975 segir í kafla um reglur sem gilda um fólkvanginn að
“Allt jarðrask sé bannað innan fólkvangsins nema með leyfi (Náttúrverndar ríkisins)
komi til. Undansskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krísuvík, og mannvirkjagerð í því
sammmbandi, sbr. þó 29. gr. laga nr. 47/1971”.
Í framhaldi segir í greinargerðinn að “ þar sem í þessu ákvæði er tekið fram að
hagnýting jarðhita og mannvirkjagerð í því sambandi er undanskilið frá banni um
jarðrask innan fólkvangs, telur framkvæmdaðili að fyrirhuguð jarðborun stangist
ekki á við reglur sem gilda um fólkvanginn á Reykjanesi og ekki þurfi að fá sérstakt
leyfi hjá Náttúruvernd ríkisins eð samvinnunefnd sveitarfélaganna fyrir
framkvæmdinni. Framkvæmdin rýrir ekki notagildi svæðisins til útivistar og
almenningsnota”
Skipulags og byggingarnefnd telur að ofangreind framkvæmd sé þess eðlis og á
þannig svæði að hún skuli fara í umhverfismat samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 og
viðauka 3.
6.mál Einnig hefur borist annað bréf frá Verkfræðistofu Suðurnesja dagsett 3. mars,
varðandi efnistöku til vegagerðar og borplans. Þar sem magn er áætlað 5000 m 3 .
Skipulags og byggingarnefnd hafnar efnistöku úr Oddafelli en gerir ekki athugasemd
um efnistöku úr Rauðhól og Eldborg.

7. mál Arndís Einarsdóttir endurnýjar umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús í
Hvassahrauni.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

8. mál Nýtt hús ehf sækir um breytta teikningu á húsi nr. 6 við Akurgerði. Húsið er
minnkað niður í 250 m 2 úr 300 m 2 og fellur nú allt innan byggingarreits.
Sjá bókanir Skipulags og byggingarnefndar, 29.10.2002 og 06.12.2002
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

9. mál Ragnar Hansen 170423-2759 múrarameistari sækir um viðurkenningu sem
múrarameistari í Vatnsleysustrandarhreppi, skv. umsókn dags. 19.02.2003 og staðfestingu um
viðurkenningu og verkefnaskrá frá byggingarfulltrúanum í Hafnarfirði.
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
10. mál Árni J. Guðmundsson sækir um breytingu fyrir einbýlishús að Hvammsdal 11,
Vogum, skv. teikningu Ársæls Vignissonar dags. 21.02.2003. Breytingin fellst í því að útveggir
verða 15 cm steinsteyptir með 100 mm standandi timburgrind og 100 mm steinullareinangrun.
Í stað timburveggja áður með klæðningu úr 9 mm útigifsi
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

11. mál Sigurður U. Kristjánsson sækir um viðurkenningu sem pípulagningameistari
í Vatnsleysustrandarhreppi skv. umsókn 20. mars 2003 og staðfestingu um
verkefnaskrá frá Kópavogi og staðfestingu um löggildingu frá Reykjavíkurborg.
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
12. mál Fulning ehf sækir um byggingaarleyfi fyrir parhús við Hvammsdal 1-3,
Vogum samkvæmt umsókn dags 24. 03.2003
og uppdráttum frá Teiknistofunni Thak dagsettum 20.mars 2003.
Svefnherbergi fer 30 cm út fyrir byggingarreit.
. Frestað Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri
13. mál Fulning ehf sækir um byggingarleyfi fyrir parhús við Akuregerði 1 og 1a,
Vogum samkvæmt umsókn 24. mars 2003, og uppdráttum frá Teiknistofunni Thak
dagsettum 20.mars 2003.
Húsið fer á alla kanta út fyrir byggingareit, á endagöflum er það sólstofa sem fer 1,6
m út fyrir byggingarreit, á vesturhlið eru það bílskúrar og á austurhlið svefnherbergi
sem fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.
Frestað Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri.
14.mál Sperringur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Mýrargötu 7.
Vogum samkvæmt umsókn 25. mars 2003, og uppráttum eftir Teiknistofan Kvarði
dags.21.03.03
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
15. mál Guðmundur F. Jónasson sækir um að fá leyfi fyrir skiltum við
Reykjanesbraut til að auglýsa Mótel Best, meðfylgjandi umsókninni er samþykki
nokkurra landeigenda og umsögn Vegagerðar ríkisins.

Samþykkt með skilyrði að uppsetning verði í samræmi við lög og reglur Vegagerðar
ríkisins.
Samræmist 72.gr. Byggingarreglugerðar
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20

Getum við bætt efni síðunnar?