Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 29. apríl 2003 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

5. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 29. april kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál Hreppsnenfnd frestaði afgreiðslu á 5. máli síðasta fundar þar sem Skipulags
og byggingarnefnd lagði til að borun á rannasókanarholu fari í umhverfismat og
óskaði eftir frekari skoðun á því máli. Af því tilefni var efnt til kynnisferðar á
fyrirhugað vegstæði og borsvæði 25. þ.m. þar sem Byggingarnefnd að undanskyldum
Herði Harðarsyni, tók þátt ásamt Guðjóni Jónssyni frá VSÓ og Albert Albertssyni frá
Hitaaveitu Suðurnesja. Stuttur fundur var haldinn fyrir skoðunarferðina á skrifstofu
Vatnsleysustrandarhrepps, þar sem Albert og Guðjón kynntu sjónarmið sín um þessa
fyrirhuguðu framkvæmdir.
Meirihluti nefndarinnar telur að fyrri bókun um þetta mál eigi að standa.
2. mál Erindi frá Landsíma 28. mars 2003 um hækkun á núverandi loftnetsstaur við
tækjahús hjá Vogastapa. Hækkun á staur samþykkt í 17 metra.
3. mál Bréf frá skipulagsstofnun dagsett. 27. mars 2003 efni: Sjóvarnir í
Vatnsleysustrandarhreppi. Fyrirspurn um hvort framkvæmdir skuli háðar mati á
umhverfisáhrifum. Skipulags og byggingarnefnd telur að framkvæmdir þurfi ekki að
falla undir mat á umhverfisáhrifum.
4. mál Byggingarfulltrúi hafði samband við Magnús Skúlason arkitekt hjá Húsafriðunarnefnd
varðandi Grænuborg. Magnús staðfesti í samtalinu að Húsafriðunarnefnd geri ekki kröfu um
friðun Grænuborgar sem nú er rústir einar. Skipulags og byggingarnefnd mælir með að hluti
rústanna verði látin standa en gengið þannig frá þeim að ekki stafi hætta af.

5. mál Umsókn frá Gunnari Helgasyni ódagsett um að setja upp auglýsingaskilti á
óbyggðri lóð við Hafnargötu. Í umsókninna vantar upplýsingar um stærð skiltisins
og fjarlægð frá götum. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
6.mál Greinargerð frá Friðrik Friðrikssyni arkitekt varðandi parhús að Hvammsdal
1-3 og Akurgerði 1 og 1a. Skipulags og Byggingarnefnd fellst á rök arkitektsins um
lofthæð í húsunum. Nefndin samþykkir byggingarleyfi að Hvammsdal 1-3
Samræmist lögum nr. 73/1997

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20

Getum við bætt efni síðunnar?