Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 27. júní 2003 Iðndal 2

6. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 27. maí kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Jón
Dofri Baldursson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt
ritar fundargerð.

1.mál Grænás ehf 581289-5509 sækir um viðbyggingu við sumarbústað að
Hvassahrauni 12 samkvæmt teikningum eftir Teiknistofuna Kvarði. dags.5. maí
2003.
Erindinu er hafnað þar sem húsið er stærra en deiliskipulagsskilmálar kveða á
um. Hámarksstærð frístundahúss er 120 m 2
2. mál B. R hús ehf sækir um að byggja annað hús á grunni við Fagradal nr. 9
samkvæmt teikningum eftir Runólf Þ. Sigurðsson
Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997

3. mál Umsókn frá Rakel Burana og Guðmundi Óskarssyni um girðingu kringum
lóð að Iðndal 1 samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Erindinu er hafnað þar sem teikning er ófullkomin flestar málsetningar vantar.
Þar sem húsið er samþykkt sem gistiheimili þarf lóðarhönnun að vera í samræmi
við það
4. mál Umsókn frá Valdemar G. Valdemarssyni eiganda Skólatúns 1 um lokun
með hliði á Brunnastaðavegi.
Erindinu er hafnað þar sem þessi vegur er safnvegur í umsjón Vegagerðar
ríkisins.
5. mál Umsókn um byggingarleyfi frá Múr og Steypuþjónustunni ehf
Krummahólar 2 fyrir einbýlishús að Marargötu 8 samkvæmt teikningum eftir
Stefán Agnar Magnússon dags 11. maí 2003.
Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997
6.mál Umsókn um viðurkenningu sem húsasmíðameistari í
Vatnsleysustrandarhreppi frá Kristófer Valdimarssyni Urðarás 6 210 Garðabæ,
samkvæmt umsókn 6. mai 2003 og hjálögðum gögnum frá Hafnarfjarðarbæ,
Reykjavíkurborg og Gerðahreppi.
Samþykkt, samræmist gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

7. mál Lagt fram bréf frá Norma ehf dags.27. maí 2003 þar sem beðið er um lengri
frest til að skila teikningum og setja upp girðingu og beðist velvirðingar á drætti sem
orðinn er á umsókn, teikningum og girðingu umhverrfis lóð.
Nefndin lítur framhjá þeim drætti sem orðið hefur á uppsetningu girðingar, en annað
mál er með þá byggingu sem reist hefur verið í óleyfi á lóðinni og ekkert erindi borist
um. Samkvæmt skipulags og byggingarlögum nr 170/2000 gr.43 .um byggingarleyfi
og þvingunarúrræði og viðurlög, 56 gr 6. kafla. Langlundargeð Skipulags og
byggingarnefndar er fullreynt og krefst hún þess að brugðist verði við með
viðeigandi hætti fyrir 1. júlí 2003.
Gunnar Helgason vék af fundi við afgreiðslu 8. máls
8.mál. Umsókn um uppsetningu á skilti við Hafnargötu, frá Gunnari Helgasyni .
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti, en leita skal samþykkis
landeiganda og lóðarhafa. Skiltið verður að víkja verði byggt á lóðinni.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:15

Getum við bætt efni síðunnar?