Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 29. júlí 2003 kl. 18:00 Iðndal 2

7. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 29. júlí kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, og
Gunnar Helgason mætti við 8. mál. Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar
fundargerð.

1.mál Grænás ehf 581289-5509 endurnýjar umsókn um viðbyggingu við
sumarbústað að Hvassahrauni 12 samkvæmt teikningum eftir Teiknistofuna
Kvarði. Hús hefur verið minnkað niður í 120 m 2
Byggingarfulltrúi gaf framkvæmdaleyfi 5. júní 2003
Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997

2. mál B. R hús ehf sækir um að byggja annað hús á grunni við Fagradal nr. 2
samkvæmt teikningum eftir Runólf Þ. Sigurðsson uppsteypt með varmamótum.
Byggingarfulltrúi hefur gefið framkvæmdaleyfi á bygginguna.
Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997

3. mál Umsókn frá Valdemar G. Valdemarssyni eiganda Skólatúns 1 um lokun
með hliði á Brunnastaðavegi. Málinu var vísað aftur til byggingarnefndar vegna
þess að vegurinn er ekki safnvegur.
Byggingarnefnd hafnar erindinu. Vegurinn hefur verið tekinn út af safnvegaskrá
en er jafnframt heimreið að fleiri bæjum.
4. mál Einingaverksmiðjan kt. 580294-3089 Breiðhöfða 10 110 Reykjavík
sækir um að byggja einbýlishús á lóðinni nr. 1 við Mýrargötu samkvæmt
teikningu eftir Sverri Norðfjörð.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997
5.mál Reykjabraut ehf sækir um að byggja einbýlishús á lóðinni Marargata 5
úr timbureiningum samkvæmt teikningum eftir Hauk Viktorsson
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997
6. mál
Skoðunarskýrsla Hafnargötu 101 lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði
eldvarnareftirlits.

7.mál. Guðbradur Geirsson leitar álits skipulags-og byggingarnefndar
hvort fyrirstaða sé fyrir því að byggja 4 hús á landi Jörundar Guðmundssonsar úr
landi Þórustaða.
Skipulags og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en vekur athygli á því að
uppfylla þarf skilyrði um deiliskipulag og aðal skipulag svæðisins auk þess gera
ráðstafanir um aðkomu, frárennsli og vatnsöflun.

8. mál. Fyrirspurn frá Berglind Hallgrímsdóttur um að flytja veitingastað frá
Iðndal 2 í gamla póstshúsið
Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Hægt er að flýta afgreiðslu erindisins
með því að leita álits nágranna á málinu og þar með hægt að sleppa formlegri
grenndarkynningu.
9. mál Júlíus H.Pétursson sækir um að byggja einbýlishús á lóðinni nr. 5 við
Hvammsdal samkvæmt teikningum eftir Harald Árnason dags. 12. júlí 2003
Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997
10. mál Rúnar Vigfússon sækir um að byggja bílskúr á lóðinni nr. 39 við
Ægisgötu samkvæmt teikningum eftir Svavar M. Sigurðsson
Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997

Getum við bætt efni síðunnar?