Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 30. september 2003 kl. 18:00 Iðndal 2

8. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 30. sept. kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson og Gunnar Helgason, Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál Fulning ehf endurnýjar umsókn um parhús á lóðinni Akurgerði 1-1a.
samkvæmt breyttum teikningum eftir Teiknistofuna Thak. Húsin uppfylla skilyrði
um byggingarleyfi.
Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997

2. mál Sæbýli sækir um að byggja kerskála í Vogavík samkvæmt teikningum
eftir Tækniþjónustu S.Á.Reykjanesbæ.
Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997

3. mál Magnús Andri Hjaltason sækir um að reisa flettiskilti við
Grindavíkurafleggjara.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu vegna ónógra gagna.
4. mál Sonja Knútsdóttir /Þórður Benediktsson sækja um viðbyggingu við
sumarbústað að Hvassahrauni 20 Vatnsleysustrandarhreppi samkvæmt teikningu
eftir Sigþór Aðalsteinsson
Samþykkt. samræmist lögum nr. 73/1997
5. mál Hálfdán G. Hálfdánsson sækir um viðbyggingu við sumarbústað nr.19
Hvassahrauni samkvæmt ófullgerðum uppdráttum eftir ABS teiknistofan.
Viðbyggingin er um 19 m 2 innan byggingarreits.
Umsækjanda er bent á að sækja beri um byggingarleyfi áður en framkvæmdir
hefjast.
Nefndin samþykkir viðbyggingu en felur Byggingarfulltrúa að ganga eftir
fullnaðar uppdráttum og skráningartöflu.
6. mál Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sækir um lóð fyrir móttöku á úrgangi í
Vogum með aðstöðu fyrir gæslumann.
Á deiliskipulagi er gert ráð fyrir lóð undir þessa starfsemi og mælir skipulags og
byggingarnefnd með því að Sorpeyðingarstöðinni verði veitt lóðin undir þessa

starfsemi, enda verði gerðir uppdrættir er sýni staðsetningu gæsluskýlis, girðingar
og rampa fyrir gáma.

7. mál. Jóhannes Á Benediktsson Háholti 10 Hafnarfirði spyrst fyrir um það hvort
núverandi eigandi Þórustaða hafi leyfi til að selja úr sínu landi lóð fyrir sumarhús.
Svar við þeirri spurningu er að landeigandi getur selt spildur úr landi sínu en til
þess að byggingarframkvæmdir verði samþykktar á landinu þarf deiliskipulag á
svæðið. Varðandi rafmagn að bústöðum er það málefni Hitaveitu Suðurnesja.

Önnur mál:
Gunnar Helgason leggur fram eftirfarandi bókun,
“Ég legg til að Norma verði gert að fjarlægja ólöglega byggingu sína (minni
bygging norðan aðalbyggingar) innan þriggja mánaða, samkvæmt 56 gr. 6. kafla
skipulags og byggingarlaga, vegna brota á skipulags og byggingarlögum 43 gr.4.
kafli um byggingarleyfi”. Skipulags og byggingarnefnd styður bókunina einn situr
hjá.

Getum við bætt efni síðunnar?