Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 25. maí 2004 kl. 18:00 - 19:15 Iðndal 2

5. fundur ársins 2004 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 25.05. kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.

Viðstaddir: Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson,

Hörður Harðarson og Gunnar Helgason, Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem

jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Sparri ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús

á lóðunum nr. 23 og 25 við Brekkugötu.

Samþykkt, með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits. Samræmist lögum nr.

73/1979.

2. mál Sigmundur V. Kjartansson sækir um breytta teikningu á lóðinni nr. 5 við

Marargötu .

Samþykkt, með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.

73/1997.

.

3. mál Byggingarfulltrúi kynnir fundinum bréf sent Norma ehf. 10.5.2004 er

varðar stöðuleyfi skýlis á lóð fyritækisins og lok frágangs lóðar.

4. mál Bréf frá Umhverfisráðuneyti dags.24.5.2004.Svar við bréfi

hreppsnefndar er varðar leyfi til Kristjáns Baldurssonar að mega starfa sem

skipulags og byggingarfulltrúi.Leyfið veitt til eins árs.

5. mál. Tillaga að deiliskipulagi Miðdals og Heiðardals. Nefndin leggur til að

mænisstefna verði gefin frjáls, byggingalína bundin og Miðdalur verði lengdur

þannig að snúningsplan verði innan við innstu lóð.

Eins verði sett snúningsplan í enda Heiðardals. Að öðru leiti er

deiliskipulagstillagan samþykkt.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 19.15

Getum við bætt efni síðunnar?