Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 27. janúar 2005 kl. 07:30 - 09:00 Iðndal 2

1. fundur ársins 2005 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn fimmtudaginnn 27. jan 7.30 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, og Kristján

Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Tekin fyrir breyting á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir einni götu til

viðbótar, út frá Leirdal, auk þriggja lóða við Leirdal.

Tillagan er Samþykkt.

2. mál Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi við Heiðardal, Miðdal og

“Nýjadal” og Leirdal.

Ekki samþykkt

Vantar snúningsrampa í enda á Miðdal, Heiðardal og “Nýjadal” og enda Leirdals.

Nefndin leggur til að gangstéttar úr fyrrnefndum götum verði tengdar við nýjan

göngustíg norðan við. Auk þess leggur nefndin til að gangstétt sem tengir Miðdal

Heiðardal og “Nýjadal” verði felld út.

Nefndin gerir athugasemd við útlit á húsagerð C. Að gefnu tilefni þarf að ákveða

fasta byggingarlínu við allar götur.

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 9.00

Getum við bætt efni síðunnar?