Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 31. janúar 2005 kl. 07:30 - 09:00 Iðndal 2

2. fundur ársins 2005 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn mánudaginn 31. jan kl.7.30 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður

Harðarson, Þráinn Hauksson arkitekt, Steinar Sigurðsson arkitekt og Kristján Baldursson

byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Kynning á deiliskipulagi og raðhúsum.

Þráinn kynnti nýtt deiliskipulag og Steinar kynnti tillögur að raðhúsum.

2. mál Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi við Heiðardal, Miðdal og

“Nýjadal” og Leirdal.

Ný tillaga var lögð fram af deiliskipulagi, þar sem tekið hefur verið tillit til

athugasemda sem nefndin gerði á síðasta fundi.

Með þessum breytingum samþykkir nefndin deiliskipulagið.

3. mál Hallgrímur Einarsson biður um álit nefndarinnar að fá að byggja

utanáliggjandi inngang í Vogagerði 9 efri hæð.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 9.00

Getum við bætt efni síðunnar?