Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 26. júlí 2005 kl. 20:00 - 21:40 Iðndal 2

7. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 26. júlí kl.20.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður

Harðarson, og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

1.mál.

Guðmundur Ó Þórðarson og Þorvaldur Þórðarson sækja um

byggingarleyfi fyrir parhús að Miðdal 1 og 3 samkvæmt teikningum eftir

Teiknistofuna Kvarði. Dags. 15. júní 2005.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

Samræmist lögum nr. 73 1997

2.mál Gunnar Þór Árnason sækir um að flytja tilbúið hús á byggingarreit

lóðar nr. 1 í Hvassahrauni.

Afgreiðslu frestað. Ófullnægjandi gögn.

3.mál Fyrirspurn Hilmars Friðrikssonar um byggingarleyfi fyrir

bátaskýlis á lóð nr. 12 í Hvassahrauni.

Nefndin tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum

4. mál Árni Klemens Magnússon sækir um breytingar á íbúðarhúsi og

byggingarleyfi fyrir bílageymslu að Smáratúni Vatnsleysuströnd, samkv.

Teikningum eftir Kristján Leifsson dagsettar 3. mars 2005

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

Önnur mál Tækni og umhverfisstjóri sækir um leyfi til að rýma lóðina

Heiðargerði 5 og fjarlægja hús og þvottaplan af lóðinni.

Samþykkt.

Byggingarfulltrúi kynnti bréfaskriftir við Norma og svarbréf

fyrirtækisins.

Byggingarfulltrúa falið að kanna tilkomu auglýsingaskilta við

Vatnsleysustrandarveg

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 21.40

Getum við bætt efni síðunnar?