Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 25. október 2005 kl. 20:00 - 21:30 Iðndal 2

10. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 25.10 kl.20.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður

Harðarson, Ivan Frandsen og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt

ritar fundargerð.

1. mál Guðný Guðmundsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að

Heiðardal 6 samkvæmt teikningum eftir Kristján G. Leifsson. Gísli

Stefánsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Samþykkt Samræmist lögum nr. 73/1997

2. mál Þórður Guðmundsson og María Gunnarsdóttir sækja um

byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Suðurgötu 2A. Samkvæmt teikningum

eftir Kristján G. Leifsson. Lóðinni hefur verið breytt í íbúarhúsalóð en ekki

er til deiliskipulag af svæðinu. Grenndarkynning hefur farið fram. Þórður

Guðmundsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Hörður Harðarson telur eðlilegt að málinu verði frestað vegna þess að einn

eigandi aðliggjandi eignar samþykkir ekki grenndarkynninguna.

Bygggingarleyfi samþykkt með þremur atkvæðum og fyrirvara um samþykki

eldvarnareftirlits samræmist lögum nr. 73/1997

3. mál Þór J. Einarsson og Elva B. Sigurðardóttir sækja um skiptinguu á

húsi í tvær íbúðir á lóð nr. 7 í Brekkugötu, samkv. Teikningum eftir

Tækniþjónustu S.Á

Skipta þarf lóðini í tvo hluta og merkja aðra íbúðina Brekkugötu 7a

Kvöð um tvö bílastæði til viðbótar, fyrirvari um samþykki eldvarnareftirlits

samræmist lögum nr. 73/1997

4. mál Friðrik H Ólafsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóð Tíðagerðis

á Vatnsleysuströnd.

Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.

5 mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir

raðhúsum við Miðdal nr.2 - 14 samkvæmt teikningum eftir arkitektana

Andersen og Sigurðsson og Steinar Sigurðsson.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr

73/1997.

6. mál Endanlegar teikningar af bílageymslu og reyndarteikningar af húsi

Hólagötu 2 ásamt grenndarkynningu.

Samþykkt samræmist lögum nr.73/1997

 

7. mál Umsókn Vélsmiðjunnar Norma um byggingarleyfi fyrir

bráðabirgðaskýli á lóð sinni við Hraunholt 1. Hörður Harðarson situr hjá við

afgreiðslu málsins

Samþykkt.

 

Fundi slitið kl 21.30

Getum við bætt efni síðunnar?