Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 28. mars 2006 kl. 18:00 - 19:00 Iðndal 2

4. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

haldinn þriðjudaginn, 28. mars kl. 18.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Gunnar

Helgason, Jón Dofri Baldursson og Sigurður H. Valtýsson skipulags og

byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Skipulagsmál, fulltrúar Landslags ehf. þeir Þráinn Hauksson og Ómar

Ívarsson , kynna stöðu mála við skipulagsvinnu.

Kynnt voru drög að deiliskipulagi “Grænuborgar-hverfis”, sem er norðan

núverandi byggðar. Gert er ráð fyrir 1 hæðar par-, rað- og einbýlishúsum ásamt

litlum fjölbýlishúsum á 2-4 hæðum. Í hverfinu er gert fyrir um 53 íbúðum í

einbýlishúsum, 54 íbúðum í raðhúsum, 8 íbúðum í parhúsum, 24 í keðjuhúsum og

96 i fjölbýlishúsum. Heildarfjöldi íbúða er áætlaður allt að 250 í 1. áfanga.

Umræður urðu um götubreiddir og snúningssvæði í götuendum, frárennslismál

hverfisins ásamt svæði fyrir nýjan skóla. Kynnt voru drög að

aðalskipulagsbreytingu vegna “Grænaborgar-hverfis”, rædd var tenging

skólasvæða við íþróttasvæðið og breytt lega Vatnsleysustrandarvegar.

Þeim Þráni og Ómari þökkuð greinargóð kynning.

 

2. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur

fjölbýlishúsum á lóðinni Aragerði 2-4, skv. teikningum Steinars Sigurðssonar,

arkitekts.

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu skal fara fram grenndarkynning

áður en byggingarnefnd afgreiðir umsóknina, sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997

Kynna skal umsóknina fyrir eigendum Aragerðis 6, 8,10, Vogagerðis 1, 3, 5,

Hafnargötu 20.

Byggingarnefnd bókar að gera þurfi ráð fyrir fjórum stæðum fyrir fatlaða á

lóðinni sbr. gr. 64.4 í byggingarreglugerð.

 

Jón Ingi Baldvinsson vék af fundi kl. 19.45.

 

3. mál Oktavía Ragnarsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að

Akurgerði 20, skv. teikningum frá Verkfræðistofu Suðurnesja.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum

nr.73/1997.

 

4. mál Margrét Salóme Sigurðardóttir og Vignir Friðbjörnsson sækja um að fá

leyfi fyrir hárgreiðslustofu í bílskúr að Miðdal 2 og breyta framhlið bílskúrs

þannig að í stað bílskúrshurðar verði gluggar sbr. hjálagða tillögu að breytingu.

Fyrir liggur samþykki nágranna.

Samþykkt, samræmist lögum nr.73/1997.

 

5. mál Sigurjón Jónsson og Kolbrún Sjöfn Indriðadóttir sækja um leyfi fyrir

gluggabreytingu á vesturgafli að Heiðargerði 16. Breytingin felst í því að

núverandi opnanleg fög, láréttir tréhlerar upp undir lofti, verða þéttir og skrúfaðir

fastir og nýjir loðréttir póstar settir í glugga og opnanleg fög, sbr. meðfylgjandi

teikningu.

Samþykkt, samræmist lögum nr.73/1997.

 

6. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir

þjónustuhúsi og vernduðum íbúðum fyrir aldraða á lóðinni Akurgerði 25, skv.

teikningum Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts.

7. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi

fyrir aldraða á lóðinni Akurgerði 17-19 skv. teikningum Guðrúnar Jónsdóttur,

arkitekts.

8. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi

fyrir aldraða á lóðinni Akurgerði 21-23 skv. teikningum Guðrúnar Jónsdóttur,

arkitekts.

9. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi

fyrir aldraða á lóðinni Vogagerði 32-34 skv. teikningum Guðrúnar Jónsdóttur,

arkitekts.

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 19.00.

Getum við bætt efni síðunnar?